Skírnir - 01.04.1992, Síða 160
154
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
úr jörðu og þeirra siðvanalega fylgjendur, sandmistur og land-
skjálfta, er harðæris von og þau haust varlega peningur á vetur
setjandi."47 Hér mun það ekki síst veturinn 1783/84 sem Hannes
hefur í huga og er þankagangur hins náttúrufróða biskups í Skál-
holti varðandi áhrif móðunnar mjög á sama veg og hins víðfræga
vísindamanns Franklíns í Parísarborg.
Ennþá áttu 100 ár eftir að líða þar til sú skoðun fengi almenna
viðurkenningu að móðan 1783 væri afleiðing eldgosa, og sem fyrr
segir er Kámtz enn á því í veðurfræði sinni48 að móða af þessu
tagi, sem nefnd sé ýmsum nöfnum,49 stafi af móbrennslu og
sinubruna. Árið 1834 kom „háloftareykur" í Evrópu og voru þá
ýmsar mælingar gerðar: Kámtz sjálfur komst t.d. að því með
mælingum að í hinum heiftarlegu þrumuveðrum sumarsins 1834
komu eldingarnar úr mikilli hæð, en 1783 var almennt talið að
þær kæmu úr lítilli hæð, og jafnvel að þeim slægi upp úr jörðinni
til skýja.50 Kámtz efast því um að eldingarnar tengist móðunni og
segir, að enda þótt ýmsir eðlisfræðingar hafi nefnt hana „raf-
magnaða þoku“ og sagt hana stafa af gufum sem myndazt hefðu
af rafmagni eða þrumuveðrum, sé slíkt samt auðveldar sagt en
sannað. Kámtz og fleiri sannreyndu með mælingum, þegar móð-
an 1834 var sem þéttust, að hún myndaði mjög þunnt lag. Hann
telur að mælingar á loftrafmagni segi meira um loftrakann en um
rafmagnið, og að þurrkar og hitar sumarsins 1783 hafi valdið
gróðurspjöllum en ekki eituráhrif móðunnar, enda rómi ýmsir
frjósemi þessa árs. Jafnframt dregur hann í efa sögur af því að
brennisteinslykt hafi fylgt móðunni.
Skýring Kámtz sjálfs á ýmsum dæmum um samband eldgosa
og misturs er þessi: Þegar hraun flæðir yfir landið, brennur allt
sem brunnið getur, og mikill reykur fer út í loftið. Hugleiðum
við nú það óhemjulega magn af gróðri sem brann á Islandi ásamt
47 Sama rit, s. 217.
48 L.F. Kámtz, ív. rit.
49 Höherauch, Heerrauch, Haarrauch, Landrauch, Sonnenrauch, Moorrauch,
Heiderauch eða trockener Nebel.
50 De Lamanon, ív. rit, s. 85-85 í ensku útgáfunni.