Skírnir - 01.04.1992, Side 161
SKÍRNIR
ANNUS MIRABILIS
155
17 þorpum,51 þá verður skiljanlegt að reykurinn sem myndaðist
við það að hraunið flæddi yfir gróið land skyldi berast um
mestalla Evrópu vegna þess að norðanátt var ríkjandi á þeim
tíma. Ofan á það bætist, að vegna þurrkanna miklu þetta sumar
voru skógar- og sinubrunar sérlega tíðir.
Brennisteinslyktina sem fannst í Hollandi tengir hann hins
vegar torfbrennslu í nágrenninu.
Niðurlag
Á síðustu árum hefur áhugi á loftslagsáhrifum eldgosa vaxið
mjög, og hafa veðurfarsfræðingar m.a. tekið saman veðurkort,
byggð á samtíma-hitamælingum og veðurlýsingum, fyrir sér-
hvern dag áratugarins 1780-90.52 Hitastigsmælingar eftir stórgos
benda mjög eindregið til þess, að þau valdi kólnun, og eftir að
háloftasýni náðust úr gosmekki fjallsins Agu'ng á Bali 1965 er
ljóst, að þar valda mestu um örsmáir dropar af brennisteinssýru,
sem drekka í sig sólarljósið. Sú brennisteinssýra, sem nær upp í
háloftin, veldur þannig kólnun við jarðaryfirborð (en upphitun
efst í veðrahvolfinu eða í heiðhvolfinu), og geta móðudroparnir
haldizt á lofti í marga mánuði og jafnvel ár. Sá hluti brennisteins-
ins sem ekki berst upp í háloftin, skolast fljótlega til jarðar með
regni, en meðan hann helzt í neðri loftlögum veldur hann hins
vegar upphitun. Sú er sennilega ástæðan fyrir því, að sumarið
1783 var sérlega heitt víða um Evrópu, en veturinn á eftir hins
vegar mjög kaldur.
Lýkur hér að segja frá eldreykjarmóðunni 1783 og hugmynd-
um manna um hana. Nútímakenningar og -niðurstöður um eld-
gos og veðurfar væru hins vegar efni í aðra samantekt.
51 Þetta orðalag gekk aftur í seinni ritum, t.d. segir Ch. Lyell (Principles of
Geology, Vol. I, s. 373) að „many villages” hafi lent undir vatni í Skaftáreldum.
52 J. Kington, 1988, ív. rit.