Skírnir - 01.04.1992, Side 167
SKÍRNIR
DREKI
161
Ivanovna systir hans, sem bjó hjá honum í þessu herbergi eftir að
maður hennar var sendur til vígvallanna. Alexander Ivanovitsj
setti ketil fullan af vatni á ofnskriflið. Það var síðasta vatnið.
Síðan fór hann ofan í borðskúffu og dró upp brauðbita sem hann
hafði skilið eftir kvöldið áður. Hann var snyrtilega vafinn í hvítan
pappír. Alexander Ivanovitsj hefði þekkt þennan brauðbita úr
þúsundum annarra. Hann vó á að giska tvö hundruð grömm.
Þrjár hliðar hans voru þaktar samfelldri skorpu, en skorið af að
ofan, neðan og á einni hlið. Hann var ílangur, ekki hár og breikk-
aði í annan endann. Lengsti skorpuflöturinn var sléttur, brúnn og
það glampaði aðeins á hann, steikarlegan og gropinn eins og
kalkstein. Upphaflega langhlið á hleif. Hinir skorpufletirnir voru
styttri. Annar var jafndökkur, ávalur og hrjúfur með brauðmola
klínda við brúnirnar (þessi hlið hafði snúið upp á hleifnum), en
hinn var mattbrúnn og holurnar klesstar aftur (það hafði verið
botninn). Að ofan og neðan hafði bitinn verið skorinn hnífjafnt í
búðinni, en hliðin ójafnt, enda var hún gróf og laut í henni miðri.
Brauðið kostaði eina rúblu og tíu kópeka, það var gljúpt, vel þétt
og stinnt viðkomu. Það var auðskorið og límdist við puttana.
Alexander Ivanovitsj sneiddi allar skorpurnar af, muldi það
mjúka ofan í ketilinn og saltaði vel með grófu salti. Síðan settist
hann fyrir framan ofninn, opnaði hann og fór að lesa gríska
málfræði við skinið frá logunum. „Aorist“ , las hann, „táknaði oft
viðvarandi verknað, en séðan í heild án sérstakrar áherslu á
varanleikanum, svo sem hjá Herodót: „borgin Azotos veitti við-
nám (staðreynd séð í heild sinni) lengur en nokkur önnur borg“
Aorist getur jafnvel táknað almenna staðreynd, bara ef ekki er um
framvindu umrædds verknaðar að ræða, heldur staðreynd sem
auk þess getur endurtekið sig hvað eftir annað, eins og hjá
Theognis: „hægfara en hygginn maður nær fráum segg“ .
Nú var þetta auðvitað vitagagnslaust allt saman, en það fór vel
og þægilega í huga, og það var notalegt að hugurinn hafði eitt-
hvað þægilegt við að glíma. Alexander Ivanovitsj lagði brotinn
stólfót og krossviðarstykki á eldinn, og þegar loginn glaðnaði
grúfði hann sig aftur yfir bókina. Nú var suðan komin upp í katl-
inum og mátti fara að hræra í, kremja brauðbitana sem flutu ofan