Skírnir - 01.04.1992, Page 170
164
M. I. STEBLIN-KAMENSKIJ
SKÍRNIR
Dímu“ í töskunni sinni. Hún fann hana einhvers staðar úti við
hlið. Eg veit ekki hvort þau átu þessa rottu. Köttinn sinn voru
þau búin að éta fyrir löngu.“
„Má ekki einu gilda hvort henni er holað niður?“ , spurði
Alexander Ivanovitsj.
„Þér er kannski sama, en honum er varla sama. Hún var þó
allténd móðir hans.“
„Auðvitað er honum sama. Hann skynjar ekkert lengur nema
hungrið."
„Það er ekki hans sök. Seinna yrði honum ekki sama.“
„Eg er ekki að segja að það sé hans sök. Eg er bara að segja að
það á að spara kraftana og ekki reyna á sig að óþörfu.“
Það fauk í hana.
Þau urðu samferða út á götu en héldu svo hvort í sína átt.
í anddyri sjúkrahússins sat maður á gólfinu uppi við bekk.
Hann var í vattfóðraðri úlpu með helbláar varir. Kona var að
stinga upp í hann brauðmolum. Þeir hrundu á gólfið. Hjúkka
kom og rak þau út úr anddyrinu. „Hingað kemur þetta til að sál-
ast,“ sagði hún hneyksluð, „og svo lendir allt á okkur. Það eru lík
á þessum bekk á hverjum degi.“ Alexander Ivanovitsj gekk fram
hjá.
Ný endalaus bið innan um kynlausar, aldurslausar verur,
dúðaðar í skítuga larfa og andlitin krímug af sóti frá ofnaskrifl-
um. Enn var ekkert hægt að gera nema telja sekúndurnar: einn -
tveir - þrír - fjórir - fimm - sex - sjö - átta - níu - tíu, og ekki
annað hægt en hugsa um mat. „Er ég enn þá maður eða er ég það
ekki lengur", hugsaði Alexander Ivanovitsj. „Mér eru allar mann-
legar kenndir ofviða nema svengd. Kannski er ég enn maður að
því leyti einu að ég geri mér það ljóst að ég er ekki lengur
maður.“ Einhver vera (var það piltur eða stúlka?) í gamaldags
hettu og með hitasóttarglampa í augum þylur óráðshjal: umsátin
er rofin, búið að taka borgirnar Pskov og Lúgu, stríðslok eru í
nánd, frá og með fyrsta næsta mánaðar verður brauðskammt-
urinn aukinn, allir fá sjúkrafæði, það eru komnar hundrað lestir
með matvæli handa borgarbúum. Það skríður lús á hettunni.
Alexander Ivanovitsj sér hana og færir sig frá. Kláðafiðringur fer
um hann allan.