Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 171
SKÍRNIR
DREKI
165
Hann gengur heim eftir breiðgötu þar sem enn er tiltölulega
margt fólk á ferli. I hvert skipti sem hann mætir sleða með
einhverju löngu sem er vafið eins og múmía, lítur hann á það með
óttablandinni, ómannlegri forvitni: er þetta það eða ekki það? I
hvert skipti reynist það vera það. Hann taldi fjórtán slíka sleða
áður en heim var komið. Einu líkinu var ekið á barnavagni sem
hossaðist í hjólförunum á akbrautinni. Margir af þeim lifendum
sem hann mætti höfðu sama göngulag og dauðir mundu hafa ef
þeir gætu gengið: þeir gengu með stirðnaða andlitsdrætti, héltu á
stafpriki í útréttri hendi, hölluðu sér aftur á bak eins og þunga-
miðja líkamans hefði hnikast til.
Skuggsýnt var orðið þegar hann kom heim. Við næstu götu
var stórt fimm hæða hús að brenna. Bjarmann lagði inn um einu
heilu rúðuna í glugganum þeirra. Eldsupptök voru óljós. Það gat
hafa kviknað í út frá ofni, lampa sem hafði oltið eða kúlu sem
hafði sprungið. Það var löngu hætt að varpa íkveikjusprengjum.
Nú mundi enginn geta slökkt í þeim frekar en þessu húsi. Alex-
ander Ivanovitsj dró ekki fyrir gluggann því að birtan af brunan-
um kom í stað fyrir lampans, það var hægt að spara steinolíu. Of
snemmt var að kveikja upp í ofninum. Alexander Ivanovitsj lagð-
ist upp í rúm og breiddi ofan á sig kápu.
„I gömlum annál“, hugsaði hann, „innan um frásagnir af
valdatöku og láti konunga, biskupatal eða upptalningu á föllnum
köppum, þurrar skýrslur um árásir fjandmanna, uppskerubrest
eða drepsóttir er frá því sagt á einum stað að logandi dreki hafi
flogið yfir landið. Þetta virtist ekki hafa sætt meiri tíðindum en
að eldi væri slegið í klaustur, vildarmaður konungs veginn eða
tekið á móti sendinefnd frá fjarlægu ríki.“
Alexander Ivanovitsj lá og hlustaði á strjált buldur sprengi-
kúlnanna. Það leið um það bil mínúta á milli. Einstöku sinnum
komu þó tvær sprengingar í röð. Rúðurnar nötruðu lítið eitt en
þeim var sýnilega óhætt: það var verið að skjóta á annan bæjar-
hluta, kannski Vyborgarhverfi eða jafnvel enn lengra burtu. Alex-
ander Ivanovitsj stóð upp, kveikti upp í ofninum, setti upp súpu
og settist með grísku málfræðina fyrir framan opið eldholið. „I
grísku" , las hann, „táknar nútíðarstofn verknað sem skoðaður er
í ferli sínu og varanleika, en aoriststofn táknar verknaðinn í heild