Skírnir - 01.04.1992, Page 173
SKÍRNIR
DREKI
167
hlaða á vörubíl. Hann var alveg orðinn kúfaður. Kerlingarnar
sem hlóðu voru að flýta sér og vildu ekki taka fleiri. „Þessi
déskotans lík eru að gera mann vitlausan“ , sagði ein þeirra. Þegar
bíllinn fór af stað, valt eitt líkið ofan í snjóinn og allt vafðist utan
af því. Það voru einhverjar skítugar druslur, kannski gamalt for-
hengi. Eftir lágu sum sé tvö lík. Þá segir Díma að það sé víst best
að fara með hana út á grafreit. Hann gat varla staðið, ég varð að
styðja hann. Hann var að klifa á því að við myndum ekki lifa af
hvort eð væri... Ég fullvissaði hann um að við myndum bjargast
og þess yrði ekki langt að bíða. Mér var svo í mun að sannfæra
hann um að hann mundi lifa að ég fór að trúa því sjálf og ég held
hann hafi trúað því líka. Það voru margir á leið með lík, sjaldnast
í kistum, yfirleitt voru þau vafin eins og múmíur. Þegar við
vorum að fara yfir ána sáum við lík af konu sem lærið hafði verið
höggvið af og stykki skorin úr. Meðfram strandgötunni taldi ég
um 20 lík sem skilin höfðu verið eftir eins og á ruslahaug. Mér
var óskaplega kalt á höndunum. Við komumst ekki á grafreitinn
fyrr en í myrkri. Þar er einhvers konar varðskýli. Við fórum inn
og þar var hlýtt, kyntur ofn og einhver góð matarlykt. Þarna
voru konur sem taka grafir og fá brauð fyrir. Eg sá þær ógreini-
lega, eina ljósið í skýlinu var frá ofninum. Ein þeirra var að maula
brauð. Hugsaðu þér, ekki næfurþunnar flísar eins og við, heldur
sneiðarhlunka! Hún hirti ekki einu sinni upp mylsnuna. Þær gefa
skít í allt og gera að gamni sínu. Og fyrir utan er myrkur, kuldi
og lík, lík og aftur lík, sem menn drösla, skilja eftir á miðri leið,
eru sjálfir að hníga niður." Hún þagnaði.
„Svona var ástandið“ , hugsaði Alexander Ivanovitsj, „í borg-
um miðalda þegar hungursneyð eða drepsótt geisaði; þá urðu til
fjöldagrafir í kring um kirkjurnar; menjar þeirra hafa varðveist
hjá okkur í Novgorod. En þá virtist þetta óhjákvæmilegt og
hversdagslegt enda vantaði samanburð við annan hugsanlegan
raunveruleika. Eins var það hversdagslegt fyrirbæri að logandi
dreki flaug yfir borgina. En vitaskuld er það sem nú er að gerast
langtum skelfilegra.“
Alexander Ivanovitsj sat hugsi meðan systir hans tók af borð-
inu og setti ílátin á sinn stað. Það lagði vindstroku frá dyrunum.
Fyrir utan stóðu dauð hús, ekkert ljós í glugga, tötrum vafin lík