Skírnir - 01.04.1992, Page 174
168
M. I. STEBLIN-KAMENSKIJ
SKÍRNIR
lágu við hliðin, í snjónum, á útsvínuðum smátorgum milli
hrímgaðra trjáa, hvergi var lifandi sál að sjá.
Alexander Ivanovitsj var ekki að hugsa um þetta. Hann var
finna sér átyllu til að skera örþunna flís af bitanum sem átti að
vera í árbítinn, flís af þeirri hlið sem var ójöfn, þar sem skorpu-
brúnin skagaði fram. En honum tókst ekki að finna neina rétt-
lætingu og fór að hátta.
Alexander Ivanovitsj fór úr álappalegum flókastígvélunum og
setti þau upp á hálfvolgan ofninn til þerris. Þau stóðu þarna eins
og maður sem misst hefur búk og höfuð, bara fæturnir hafa borg-
ið fallvaltri tilveru sinni með því að teyga lífsins yl úr kólnandi
járni.
Júlí 1943.
UM HÖFUND SÖGUNNAR „DREKI“.
Við Mikhaíl Ivanovitsj Steblin-Kamenskij (1903-1981) vorum samtíða í
háskóla, reyndar ekki á sama ári eða í sömu deild. Eg var reglulegur
nemandi, en Mikhaíl Ivanovitsj var „vinsaður úr“ í stúdentahreinsuninni
miklu 1924. Hann gekk í komsomol í Úkraínu í byrjun áratugarins en
sagði sig síðan úr samtökunum á þeim forsendum að þau ættu eingöngu
rétt á sér á ófriðartímum, en væru öldungis óþörf ella. Auk þess hætti
Mikhaíl Ivanovitsj fulloft til að tala og breyta öðruvísu en flestir aðrir.
Hann var „hreinsaður“ af því að hann hafði gengið úr komsomol, en
ugglaust hefur það ekki bætt úr skák að hann var af aðalsættum. Hann
hélt námi sínu áfram af þrautseigju, enda var háskólanám þá engum
vandkvæðum bundið: þeir sem vildu læra, lærðu, þeir sem ekki nenntu,
„unnu“ í stjórn stúdentafélagsins.
Við lukum báðir námi við þjóðhátta- og málvísindaskor félagsvís-
indadeildar. Ég lauk námi formlega (þótt foreldrar mínir tækju við próf-
skírteininu í minn stað af „ófyrirsjánlegum orsökum“), en Mikhaíl Ivan-
ovitsj „óformlega“ . Hann leit svo á að hann hefði lokið námi, og búið.
Fimm árum síðar lágu leiðir okkar saman að nýju hjá forlagi Vísindaaka-
demíunnar þar sem við sátum báðir og lásum prófarkir, ég sem prófarka-
lesari en hann sem tæknilegur ráðunautur. Árangurinn varð sá að 1938
kom út bæklingurinn „Leiðbeiningar fyrir prófarkalesara við forlag
Vísindaakademíu Sovétríkjanna" - örlítill ávöxtur af samvinnu okkar.
Ári síðar varð ljóst að háskólabréf varð að hafa, hjá því varð ekki
komist. Lífið sótti í gamlar skorður og formfestu. En Mikhaíl Ivanovitsj