Skírnir - 01.04.1992, Side 175
SKÍRNIR
DREKI
169
lét sér hvergi bregða. Eftir rúmt ár eða svo hafði hann tekið utanskóla öll
próf sem þurfti og var kominn með bréf upp á það.
Atvikin skildu okkur aftur að: nú var það ég sem var „hreinsaður" úr
forlagi Vísindaakademíunnar. Reyndar varð það mér til happs því að ég
komst að við Púshkinstofnunina, en Mikhaíl Ivanovitsj hóf nám í nor-
rænum málum, þ.e. þeim sem hann kunni ekki fyrir, og vann síðan öll
stríðsárin og umsátrið við Púshkinstofnunina eins og ég, bjó og starfaði í
henni, var á verði gagnvart íkveikjusprengjum, sprungnum rörum og
öðrum háska. Á meðan hann tórði þar á venjulegum umsátursskammti,
varði hann magistersritgerð sína um fornenskan skáldskap í Tashkent. Já,
í Tashkent, án þess að hreyfa sig frá Leningrad, hinni umsetnu borg.
Andmælendur hans voru tveir heimskunnir fræðimenn, Shishmarjov og
Zhirmúnskij. Þeir beindu máli sínu til stóls sem stóð þar auður og veittu
ósýnilegum Mikhaíl Ivanovitsj magistersgráðu. Oll var ævi Mikhaíls
Ivanovitsj óvenjuleg. Ekki leið á löngu áður en farið var að þýða bækur
hans á norrænar tungur. Meira að segja eru verk hans um Island þýdd á
íslensku og af þarlendum fræðimönnum talin með því besta sem gert
hefur verið á því sviði.
Mikhaíl Ivanovitsj var fjölgáfaður maður. Nú kemur í ljós að honum
gengnum að hann var einnig liðtækur rithöfundur.
Smásaga hans „Dreki“ var skrifuð löngu áður en gullhringur með
heiðursdoktorstákni Stokkhólmsháskóla prýddi hönd hans og reyndar
meðan enn var allt á huldu um það hvort hann fengi magistersgráðu við
þau óvenjulegu skilyrði sem að framan greinir. Hann leið hungur og sá
hungur, hann sá kvunndag umsátursins, „andveröld" þess. Eg var einnig
í umsátrinu með fjölskyldu minni, að vísu ekki allan tímann eins og
Mikhaíl Ivanovitsj. Því má heldur ekki gleyma að hann var „hetju-
móðir“, því að barn sitt annaðist hann meðan kona hans, Olga Sergej-
evna, sérfræðingur í kortagerð, barðist á vígstöðvunum við Leningrad,
og vinna hans var með réttu vígstöðvastarf. I „Dreka“ er umsátrinu lýst
af raunsannri nákvæmni, en um það hefur hingað til fátt verið ritað.
Yfirvöldum í Leningrad var alls ekki um sannferðugar frásagnir af um-
sátrinu gefið ...
D. S. LIKHATSJOV
Helgi Haraldsson
þýddi sögu og eftirmála