Skírnir - 01.04.1992, Síða 179
SKÍRNIR
LÖGGJAFARVALD OG DÓMSVALD
173
lendinga sjálfra, árangur af pólitískri hugsun þeirra. í því efni er það
einna eftirtektarverðast, hve glöggt Islendingar aðgreindu löggjafarvald
þingsins frá dómsvaldi þess. Þessi tvö aðalhlutverk þingsins voru hvert
um sig falin sínum stofnunum, dómsvaldið dómstólunum, löggjafarvald-
ið löggjafarstofnun, sem nefnd var lögrétta.1
í íslendinga sögu sinni kemst Jón Jóhannesson svo að orði:
Störf Iögréttu voru þessi samkvæmt Grágás:
[. . .] Menn skulu “rétta lög sín” í Iögréttu. Telja sumir, að það merki að
gera breytingar a eldri lögum, en hitt mun sannara, að átt sé við, að lög-
rétta skyldi skýra lögin eða skera úr því, hvað væri lög, ef menn þrættu
um það. Þetta var mjög mikilvægt starf, því að hæglega gat komið fyrir,
meðan lögin voru aðeins geymd í minni eða á ófullkomnum skrám, að
menn greindi á um þau. Lögrétta hefur fengið nafn af þessu starfi, og
mun það hafa verið elzta starf hennar. Á hinum norsku lögþingum voru
lögréttur, en þær virðast hafa haft það eitt sameiginlegt með lögréttu á
alþingi íslendinga að rétta lög, en annars voru þær æðstu dómstólar og
voru öðru vísi skipaðar. Er líklegt að starf lögréttu hafi aðeins verið að
rétta lög, þegar hún barst til Islands, og síðan hafi þróunin orðið mis-
munandi í hvoru landinu.
Þegar hann hefur lokið við að lýsa hlutverki lögréttu lætur hann
þessi orð falla:
Skilnaður löggjafarvalds og dómsvalds er eitt hið merkasta atriði í lög-
gjöf íslendinga á þjóðveldisöld.2
í Sögu íslands er fylgt áþekkri skoðun. Þar segir:
Verksvið alþingis var tvíþætt: löggjöf og dómstörf. Löggjöfin var í hönd-
um lögréttu. [. . .] Annað meginhlutverk alþingis voru dómstörf. Dóm-
stóll hefur vafalaust starfað á alþingi áður en landinu var skipt í fjórð-
unga, en um skipun hans er ekki kunnugt. [. . .] Samkvæmt Grágás
skyldi nefna fjóra fjórðungsdóma á alþingi, einn fyrir hvern fjórðung.3
1 Ólafur Lárusson: „Stjórnarskipan og lög lýðveldisins íslenzka" (fyrst birst
1929). Lög og saga. Rv. 1958, bls. 77-78.
2 Jón Jóhannsson: Islendinga saga I. Rv. 1956, bls. 83-85.
3 Jakob Benediktsson: „Landnám og upphaf allsherjarríkis“. Saga Islands I. Rv.
1974, bls. 176, 180.