Skírnir - 01.04.1992, Page 185
SKÍRNISMÁL
„Þingveldiða ísland
En til þess að konúngur og ráðgjafar eigi ekki hægt með að gánga í flokk
á móti þjóðinni og kúga hana [...] er henni lagt í hendur að kjósa menn
fyrir sína hönd, og er konúngi gjört að skyldu að kalla þá til þínga á á-
kveðnum fresti. Þá gjöra ráðgjafar konúngs fyrir hans hönd fulltrúunum
skýlausa grein fyrir, hversu á hag ríkisins stendur í öllu tilliti [...] en full-
trúarnir yfirvega framvörp þeirra og staðfesta þau; eður breyta þeim ept-
ir því sem þeim þykir til haga.
Jón Sigurðsson: Um Alþíng á íslandi (1841)
Hvernig GETUR lýðræðisríki verið ólýðræðislegt? Þessi spurning
er ein af mörgum sem ritstjóri Skírnis, Vilhjálmur Árnason, varp-
aði fram í Skírnismálum í síðasta hefti, þar sem hann ræddi ýmsar
hættur sem steðjað gætu að framkvæmd lýðræðisins þrátt fyrir
lýðræðislegt fyrirkomulag í þjóðfélaginu. Meginatriði í grein
hans var að í lýðræðisríki geti þróast stjórnarhættir sem grafa
undan lýðræðinu. Helstu einkenni slíkra stjórnarhátta nefndi
hann tækniræði, flokksræði, skrifræði og gerræði þrýstihópa.
Sem aðhald gegn tilhneigingum í átt til slíkra stjórnarhátta væri
þingið mikilvægast sem helsti vettvangur „skynsamlegrar sam-
ræðu“ um öll málefni sem snertu lýðræðið, stofnanir þess og
framkvæmd. En geta ólýðræðislegir stjórnarhættir þróast nema
því aðeins að sjálf stjórnskipanin sé í einhverjum atriðum ólýð-
ræðisleg? Og ef svo er, hver er þá þáttur þingsins í slíkum stjórn-
arháttum?
I kennslubókum stendur að Island sé lýðveldi og að lands-
menn búi við lýðræði. Það er í sjálfu sér alveg rétt svo langt sem
það nær. En það er samt ekki nema hálfur sannleikurinn. ísland
er það sem kalla mætti „þingveldi" og í skjóli þess ríkir hér
„flokkræði". Þetta stafar ekki af ráðríki sérfræðinga, breyskleika
einstakra flokka eða dyntum kerfiskalla og ekki heldur af gerræði
þrýstihópa, hvort sem þar er um að ræða einhver ótiltekin hags-
munasamtök, stéttarfélög eða aðila vinnumarkaðarins. Ástæðan
er einfaldlega stjórnskipunin sjálf, það er að segja stjórnarskráin.
Skírnir, 166. ár (vor 1992)