Skírnir - 01.04.1992, Page 188
182
GUNNAR HARÐARSON
SKÍRNIR
manna í stjórnum sjóða, ráða og stofnana sem hafa haft bein af-
skipti af efnahags- og menningarlífi þjóðarinnar, „sjóðasukkið“
svonefnda. Þessi pólitíska íhlutun í önnur svið samfélagsins, með
vægast sagt afdrifaríkum afleiðingum fyrir þjóðarbúið, er enn eitt
dæmi um ólýðræðislega stjórnarhætti sem hlotist geta af samspili
þingveldis og flokkræðis.
Þá er eitt eftir, sem ekki varðar minnstu um það stjórnarfar
sem hér tíðkast, en það er virðing eða öllu heldur niðurlæging Al-
þingis í augum þjóðarinnar. Krafa þingmanna til sérstakrar virð-
ingar, umfram þá sem fylgir því að vera meginstoðir lýðræðisins í
landinu, byggir að einhverju leyti á þeirri skoðun að þeir sitji á
elsta þingi á Vesturlöndum. En það er sama hve þessi skoðun er
útbreidd og viðtekin, hún er jafn röng fyrir því. Eina stjórnsýslu-
stofnunin sem enn stendur frá þjóðveldisöld eru hrepparnir. Allt
annað hefur verið rifið og selt í girðingarstaura. Það Alþingi sem
situr við Austurvöll er tiltölulega nýtt þing, stofnað 1843 sem
ráðgjafarþing Danakonungs, háð í Reykjavík og kallað Alþingi
eftir hinu forna þingi sem lagt var niður árið 1801. Ráðgjafarþing-
ið fékk löggjafarvald í innanlandsmálum árið 1874. Fyrsta stjórn-
arskrá íslenska ríkisins er hins vegar stjórnarskrá konungsríkisins
Islands og hún tók gildi árið 1921. Samkvæmt henni var Alþingi
handhafi löggjafarvaldsins ásamt konungi íslands og Danmerkur.
Því má segja þingið sem nú situr sé að stofni til frá 1921, þó það
hafi öðlast öllu meiri völd eftir lýðveldisstofnunina. Alþingis-
mönnum er því ekki stætt á því að hefja sig eða stofnunina Al-
þingi yfir gagnrýni með skírskotun til hefðar og sögu. Eina rétt-
lætingin fyrir því að sýna Alþingi sérstaka virðingu er að það sýni
og sanni að það sé vanda sínum vaxið í raun og veru. Það hefur
það ekki gert á undanförnum árum.
í Skírnisgrein Vilhjálms Arnasonar var sú skoðun rökstudd að
þingið ætti að vera helsti vettvangur „skynsamlegrar samræðu"
um málefni lýðræðisins, og þá einkum sem aðhald gegn tilhneig-
ingum í átt til ólýðræðislegra stjórnarhátta. En eins og rakið hef-
ur verið að ofan er ástæða til að ætla að við núverandi stjórnskip-
an geti þingið ekki gegnt þessu hlutverki sínu, enda sjálft ein
meginundirrót ólýðræðislegra stjórnarhátta í landinu. Hver getur
þá rækt þetta hlutverk ef þingið er ófært til þess? Spurningunni