Skírnir - 01.04.1992, Side 191
SKÍRNIR
UM ÍSLENSKAN RITHÁTT GRÍSKRA ORÐA
185
verður þeóría að teóríu, kaþólskur að katólskur, Kórinþa að Kor-
intu, þerapía að terapíu og þeólógía að theologiu.
Ég geri fastlega ráð fyrir að þessi ósiður sé á einhvern hátt
tengdur þeirri áráttu íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn á
fyrri öldum að vilja falla í kramið hjá dönsku herraþjóðinni með
því að breyta rammíslenskum föðurnöfnum í dönsk (eða latnesk)
ættarnöfn: Þórarinsson varð Thorarensen, Þóroddsson varð Thor-
oddsen, Þorláksson varð Thorlacius, Þorvaldsson varð Thorvald-
sen o. s. frv.
Satt að segja hnykkti mér við þegar ég gluggaði í þá ágætu og
stórfróðlegu bók Nöfn Islendinga (1991) á dögunum og komst að
raun um að árið 1989 voru 104 konur skráðar með nafninu Theó-
dóra sem einnefni eða fyrra nafni af tveimur, en 31 kona að síðara
nafni. Þá hétu átta konur Theodóra, fimm þeirra sem seinna nafn
af tveimur. Nú er réttur ritháttur þessa gríska nafns vitanlega
Þeódóra (guðsgjöf), en ekki ein einasta hérlend kona hefur borið
það nafn fyrren um síðustu áramót, að ég lét skíra nýfædda
dóttur mína því. Varð það tiltæki raunar að fara fyrir manna-
nafnanefnd, en hún gerði góðu heilli ekki athugasemd við rétta
stafsetningu nafnsins.
Langalangafi minn hét Aþanasíus (ódauðlegur) og var eini
Islendingur sem bar það nafn á síðustu öld, faðir Jakobs fimm-
tíubarnaföður og þeirra bræðra, og forfaðir Stefáns frá Hvítadal,
Jóhannesar úr Kötlum, Steins Steinars, Steinars Sigurjónssonar,
Njarðar P. Njarðvík og Óskars Guðmundssonar ritstjóra. Að
vísu er latnesk ending á nafni hans en ekki grísk (réttilega hefði
hann átt að heita Aþanasíos), en foreldrar hans höfðu vit og
smekk til að nota þ en ekki th, og get ég ekki nógsamlega prísað
þá fyrir það, hvaðan sem þeim kom vitneskja um gríska rithátt-
inn.
Þegar litið er á þau fáu grísku nöfn með bókstafnum þ sem
tekin hafa verið upp á íslandi, verður sama uppá teningnum:
Agaþa verður Agata, Tímóþeos verður Tímóteus og Dóróþea
verður Dóróthea. Hinsvegar er Dósóþeus rétt stafsett þegar latn-
esku endingunni sleppir. Raunar er undrunarefni að þýðendur
Nýja testamentisins skuli taka latneskar endingar mannanafna