Skírnir - 01.04.1992, Síða 192
186
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
SKÍRNIR
frammyfir þær grísku; ég fæ ekki séð að fyrir því séu nein hald-
bær málfræðileg eða fagurfræðileg rök. Rómverjar breyttu nafni
Odysseifs í Ulysses og enskumælandi þjóðir hafa apað þá fásinnu
eftir þeim. Víðfrægt skáldverk eftir James Joyce með þessu nafni
hefur verið þýtt á einar 130 tungur og víðast borið hið gríska
nafn, Odysseifur, einsog eðlilegt hlýtur að teljast, en bæði danski
og þýski þýðandinn létu sér sæma að halda latnesk-enska heitinu.
Á íslensku ber skáldsagan að sjálfsögðu gríska heitið.
Hitt virðist staðfesta tilvitnuð ummæli mín hér að framan, að
ritstjórar hinnar ágætu nafnabókar lenda í algerðum stafsetning-
arógöngum þegar þeir gera tilraun til að skýra grísk heiti. Þannig
segja þeir um nafnið Þeófílus: „ Nafnið er grískt, samsett af theós,
„guð“, og philos, „vinur”, og merkir eiginlega „sá sem guð elskar”.
I upphafi Lúkasarguðspjalls er nefndur Þeófílus sem guðspjallið
er skrifað fyrir. Theophilus hét m. a. erkibiskupinn í Alexandríu
samkvæmt Heilagra manna sögum” (Nöfn Islendinga, bls. 583).
Eg get ekki að því gert að mér þykir þessi klausa nánast
ótrúleg í svo vönduðu fræðiriti. Fyrst er þess að geta að th og ph
eru alls ekki til í grísku í neinu sambandi. Orðið fyrir guð er þeos
og orðið fyrir vin er fílos. Erkibiskupinn í Alexandríu hét ekki
Theophilus, heldur einfaldlega Þeófílos. Ekkert grískt orð hefur
nokkurntíma verið ritað með th eða ph. Sömu firrur koma nátt-
úrlega fram þegar önnur grísk nöfn eru skýrð, svo sem Filippus:
„Nafnið er grískt, Phílippos, sett saman af phílos „vinur“ og
híppos „hestur““ (bls. 223). Eða þá Sófus (Sophus): „Nafnið er
komið úr grísku og er leitt af lýsingarorðinu sophós „vitur““ (bls.
505). Rétta skýringin er vitaskuld sú, að nafnið er leitt af gríska
lýsingarorðinu sófos „vitur“.
I fyrrnefndu safnriti, Grikkland dr og síð, gerir Þorsteinn
Þorsteinsson grein fyrir rithætti orða sem á grísku hafa tvíhljóð-
ana aí og ei, svosem í gaía, Aískýlos, daímon, elegeia, Peirevs og
eirónía. Á fyrstu öldum eftir Kristsburð breyttist framburður
grískunnar og einhljóð komu í stað tvíhljóða. Þessvegna er jafnan
á Evróputungum skrifað geologi en ekki gaíologi, demon en ekki
daímon, ironi en ekki eironi. Samt hafa ýmsir skriffinnar haldið
fast við að rita grísk orð einsog framburðarbreytingin fyrir tæp-
um 2000 árum hefði aldrei átt sér stað. Þannig var til dæmis vík-