Skírnir - 01.04.1992, Page 196
190
ÞORSTEINN SIGLAUGSSON
SKÍRNIR
Eins og áður segir er það markmið allra fræða að leita sann-
leikans og efast um allar kenningar, forsendur og rök. Þetta
markmið greinir fræði frá áróðri. Markmið áróðurs er ekki sann-
leiksleit, heldur sannfæring. Áróðursmaðurinn leitast við að móta
skoðanir fólks í ákveðnum tilgangi. „Rannsóknir“ hans miða að
markmiði utan þeirra sjálfra. Rannsóknir fræðimannsins fela
markmið sitt í sér.
Þegar ég segi þær fela markmið sitt í sér, á ég við þetta: Rann-
sókn er leit að sannleika um það sem rannsakað er. Til skýringar
má bera rannsóknarstarf fræðimannsins saman við hliðstætt starf
áróðursmeistara. Við getum ekki talað um að áróðursmeistari
rannsaki. Hann kann að leita staðreynda. Hann kann að túlka
þessar staðreyndir og tengja þær saman. En þegar hann leitar
staðreynda, þá leitar hann aðeins þeirra sem þjóna markmiði
hans. Af þeim staðreyndum sem hann finnur, notar hann aðeins
þær sem þjóna þessu markmiði. Fræðimaðurinn leitar hins vegar
þeirra staðreynda sem hann telur mikilvægar, annaðhvort til að
renna stoðum undir, eða til að kippa stoðum undan þeirri tilgátu
sem hann hefur að leiðarljósi. Áróðursmeistarinn rannsakar ekk-
ert, því niðurstaðan verður sú sama, hverjar svo sem staðreynd-
irnar eru. Fræðimaðurinn rannsakar, því hann leitar að sannleika.
Það má orða þetta öðruvísi: Aróðursmeistarinn finnur sannleika.
Fræðimaðurinn leitar að sannleika.
Það er leitin að sannleikanum sem gefur fræðilegri starfsemi
inntak. Ekkert annað gefur henni inntak, því hún er ekkert annað
en leit að sannleika. Því eru hömlur á sannleiksleitina um leið
hömlur á ástundun fræðanna. Maður leitar sannleikans, eða mað-
ur leitar hans ekki. Sú leit getur ekki lotið neinu ytra markmiði,
ekki einu sinni því, að gera lífið bærilegt, eða auka virðingu fyrir
öðrum þjóðum. Ef sannleiksleitin er sett skör neðar einhverju
slíku ytra markmiði, þá er hvorki um rannsókn né fræði að ræða
lengur. „Sagnfræðin á að þjóna þjóðfélaginu" þýðir því í raun:
Sagnfrœðin á að afneita sjálfri sér með því að bafna inntaki sínu,
en þjóna ytra markmiði; gera lífið bœrilegt. En þetta samrýmist
ekki markmiði hennar.