Skírnir - 01.04.1992, Side 200
GREINAR UM BÆKUR
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Verði ljós!
Af baráttu upplýsingar við myrkramenn og Ijóshatara
Loftur Guttormsson
Uppeldi á upplýsingaröld.
Um hugmyndir Lerdómsmanna
og hátterni alþýðu
Reykjavík: Iðunn 1987.
(Ritröð Kennaraháskóla Islands og
Iðunnar, IX. bindi).
Ingi Sigurðsson, ritstj.
Upplýsing og saga.
Sýnisbók sagnaritunar Islendinga
á upplýsingaöld
Reykjavík: Rannsóknastofnun í bók-
menntafræði og Menningarsjóður 1982.
Ingi Sigurðsson, ritstj.
Upplýsingin á Islandi. Tíu ritgerðir
Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag 1990.1
VlÐ UPPHAF 18. aldar bregður „óvæntu og skæru ljósi“ yfir dökkt svið
Islandssögunnar, segir Jóhannes Nordal í formála sínum að endurútgáfu
ritgerðar Hannesar biskups Finnssonar „Um mannfækkun af hallærum“.
Eftir þrúgandi myrkur miðalda, tendruðu félagarnir Árni Magnússon og
Páll Vídalín kyndilinn, en það var þó aðeins með nýrri kynslóð „óvenju-
legra gáfu- og mannkostamanna“ um miðja öldina, sem ljósið tók að
þrengja sér inn í sálarkytrur alþýðunnar á Islandi. „Allir gengu þessir
menn hinni nýju upplýsingarstefnu á hönd,“ skrifar Jóhannes, „en aðal
hennar var trú á frjálslyndi og framfarir, er byggðist á vísindum og þekk-
ingu. [...] Varð af þessu mikil saga, full glæstra vona og hörmulegra von-
brigða. Engu að síður vann þessi kynslóð þrekvirki, er Islendingar fá
seint fullþakkað, því að hún lagði í rauninni grundvöll að sjálfstæðisbar-
áttu þeirra á 19. öldinni.“2
Orð Jóhannesar lýsa vel stöðu upplýsingarstefnunnar í íslenskri
sagnaritun. Líkt og lesa má úr þýsku heiti stefnunnar, Aufkl'árung, sem
1 í bókinni eru tíu greinar eftir níu höfunda, þá Davíð Þór Björgvinsson, Harald
Gustafsson, Harald Sigurðsson, Helga Magnússon, Helgu K. Gunnarsdóttur,
Hjalta Hugason, Inga Sigurðsson, Loft Guttormsson og Lýð Björnsson.
2 Jóhannes Nordal, „Um bókina og höfund hennar." Inngangur að verki Hann-
esar Finnssonar, Mannfœkkun af halLcrum (Reykjavík: Almenna bókafélagið
1970), bls. XI-XIII.
Skírnir, 166. ár (vor 1992)