Skírnir - 01.04.1992, Síða 201
SKÍRNIR
VERÐI LJÓS!
195
vísar til bæði birtu (skynseminnar) og hreinsunar (hjátrúarþokunnar),
hefur hún löngum verið talin hafa afklætt „trúarbragðanna lærdómum
... myrkvum, mystískum dularklæðum," svo vitnað sé í orð helsta full-
trúa hennar hér á landi, Magnúsar Stephensen dómstjóra (Upplýsing og
saga, 101). En þrátt fyrir mikilvægi stefnunnar hefur íslensk upplýsing
löngum haft á sér klisjukennt yfirbragð, eða þjónað sem handhægt og
teygjanlegt hjálparmeðal til skýringar á því rofi sem virðist hafa orðið í
hugmyndasögu íslands á árunum fyrir og eftir Móðuharðindi. Á þessu
hefur þó orðið nokkur breyting, því að síðasta áratuginn hafa sagnfræð-
ingar, með þá Inga Sigurðsson og Loft Guttormsson í broddi fylkingar,
varpað nýju ljósi á þessa stefnu ljóssins, og á það bæði við um erlendar
fyrirmyndir stefnunnar sem og á afl hennar og hlutverk í einföldum
veruleika íslensks samfélags.
Ég held að það séu einmitt þessir tveir þættir sem ættu að vera leiðar-
minni í ritun hugmyndasögu almennt. Þó svo að hugmyndastefnur eigi
sér oft ákveðið upphaf og sérstök einkenni, þá eru þær hvorki smitsjúk-
dómar sem berast ómengaðir frá manni til manns, frá landi til lands, uns
þeir þverra af krafti er þeir fjarlægjast upphaf sitt, né loftandar sem
stinga sér niður, líkt og af tilviljun, óbreyttir í framandi umhverfi. Oðru
nær. Hugmyndir brenglast ævinlega í meðförum - og reyndar er mis-
skilningur viðtakenda jafn mikilvægur sagnfræðingnum og túlkun sem
samræmist boðskap hins upprunalega hugsuðar. Hvort rússneskur bol-
sévismi var kórréttur marxismi eða hættuleg afbökun ætti t.d. ekki að
skipta aðra máli en hina hreintrúuðu, þ.e.a.s. þá sem enn bíða endur-
lausnar í kosmos þúsundáraríkis hins stéttlausa þjóðfélags. Svipað má
segja um ritun sögu upplýsingar á Islandi. Þar á takmarkið ekki aðeins
að vera að rekja hvernig merkja megi erlend spor í íslenskri menningu,
heldur einnig að greina hvernig erlendar hugmyndir samlöguðust nýju
umhverfi, þ.e. hvernig ný viðhorf breyttu skilningi og skynjun Islend-
inga á umhverfi sínu um leið og íslensk menning og samfélag mótaði
skilning Islendinga á erlendum hugmyndum.
Fæðing hins skynsama einstaklings
Fyrirbærið „íslensk upplýsing" gengur að vissu leyti þvert á eðli upplýs-
ingarinnar sem alþjóðlegrar stefnu. Upplýsingin var til sem heildstæð
hreyfing, fullyrðir bandaríski sagnfræðingurinn Peter Gay, en þá aðeins
sem lauslegt samband hugsuða og gagnrýnenda sem dreifðust um hinn
vestræna heim. Þeir litu á sig sem meðlimi einnar fjölskyldu, eða petite
troupe, sem tengdust persónulegum og hugmyndafræðilegum böndum,
þó svo að - líkt og í stormasömu fjölskyldulífi yfirleitt - öfund og af-
brýðisemi hafi oft einkennt samskiptin innbyrðis frekar en sátt og sam-