Skírnir - 01.04.1992, Qupperneq 202
196
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
lyndi.3 Til þessarar fjölskyldu töldust íslenskir upplýsingarmenn alls
ekki, og þá jafnvel ekki sem fjarskyldir ættingjar. Til þess var efnahagur
þeirra of þröngur, möguleikar á tengslum við útlönd of litlir og sjónar-
horn Islendinganna of takmarkað. Það er jafnvel allsendis óvíst hvort
nokkur af helstu forvígismönnum upplýsingarinnar á íslandi hafi gert
sér meira en óljósar hugmyndir um tilvist og boðskap forystumannanna
á alþjóðamarkaði hugmyndanna; a.m.k. voru nöfn Voltaires, Diderots,
Humes eða Kants fáheyrð í íslenskri umræðu.
En þó svo íslendingum væri ekki boðið til háborðs upplýsingarinnar
áttu þeir þess kost að njóta molanna sem hrutu af borðum hinna inn-
vígðu. Þannig þrengdu hugmyndir upplýsingarstefnunnar sér langt út-
fyrir þröngan hring kjarnans, jafnvel til fjarlægustu jaðarsvæða Evrópu,
með áhrifum bæði á mótun almennrar stjórnarstefnu yfirvalda og á
menntun leiðandi einstaklinga. En ef takmarkið er að bera kennsl á ein-
kenni og áhrif upplýsingarinnar, þá hljótum við að reyna að gera okkur
grein fyrir sérkennum stefnunnar sjálfrar, reyna að finna hugmyndir og
viðhorf sem tengdu upplýsingarspekingana saman og gerðu hugmyndir
þeirra þar með að sérstakri stefnu frekar en sérvisku einstakra manna.
Á vissan hátt var upplýsingin í upphafi eins konar tilraun til að þýða
kenningar Isaacs Newtons á tungumál félagsfræðinnar. Veruleikinn allur
var skýrður á vísindalegan hátt; maðurinn, ekkert síður en eplið, var
hluti náttúrunnar og ekki yfir hana hafinn. Hlutverk vísindanna var að
leiða mannkynið frá villutrú og hindurvitni með því að uppgötva lögmál
náttúrunnar sem stjórnuðu heiminum. Jafnframt þessu riðluðu nýjar
hugmyndir um gang mannlegs samfélags viðteknum reglum um skipan
stétta og afmörkun; í stað heilagrar þrískiptingar kom fram hugmyndin
um vísindalegt samfélag, þar sem staðsetning í þjóðfélagsstiganum fór
eftir nytsemi og hæfileikum einstaklingsins fremur en erfðum.4 Tengd
þessu var sú trú sem upplýsingarmenn höfðu á einstaklingnum, hvort
sem hann var álitinn vera algerlega hreint og óskrifað blað eða skynsöm
tilfinningavera. Skynjun veruleikans var einstaklingsbundin, álitu upp-
lýsingarmenn, en ekki fyrirfram ákveðin af innri hugmyndum líkt og
Descartes hafði gert ráð fyrir.
Kenningar upplýsingarinnar voru róttækar í eðli sínu, enda er
franska byltingin stundum túlkuð sem rökrétt framhald og lokapunktur,
ef ekki hápunktur, stefnunnar. Rótgróin gildi í trúmálum og samfélags-
3 Peter Gay, The Enlightenment. An Interpretation. The Rise of Modern
Paganism (New York: Norton 1966), bls. 3-8.
4 Sbr. Cynthia J. Koepp, „The Alphabetical Order: Work in Diderot’s
Encyclopédie,“ í S.L. Kaplan og C.J. Koepp, ritstj., Work in France. Repre-
sentations, Meaning, Organization, and Practice (Ithaca: Cornell University
Press 1986), bls. 229-257.