Skírnir - 01.04.1992, Síða 203
SKÍRNIR
VERÐI LJÓS!
197
stjórn voru endurskoðuð, sem hvað skýrast kom fram í tilraunum með
frelsi í kornverslun í Frakklandi á stjórnarárum Lúðvíks XV.5 Hefð-
bundnar reglur, sem helguðust af viðteknum staðreyndum og trúar-
kreddum, gátu aldrei samrýmst til lengdar kenningum um náttúrurétt
einstaklinga, ekki síst þegar þær blönduðust bjartsýni á möguleika
mannsins til veraldlegra framfara. Á þennan hátt var upplýsingin upp-
spretta „nútímans“, sem byggist á þeirri þverstæðukenndu sannfæringu
að annars vegar sé kjarni mannlegs eðlis alls staðar sá sami og að hins
vegar geri mismunandi reynsla og hæfileikar einstaklinga þá alla ólíka í
raun.6 Af þessum sökum er hægt að setja fram algildar reglur um samfé-
lagið, þar sem gengið er út frá því að einstaklingum beri að hafa rétt til
að þróa hæfileika sem þeim eru náttúrulegir og njóta þeirra. Arfleifð
upplýsingarinnar er því ekki síst uppgötvun hins skynsama einstaklings,
sem síðar lagði grunninn að frjálshyggjunni og kenningum um lýðræðis-
legt stjórnarfar.
Islensk upplýsing:
Frá Eggerti Olafssyni til Jóns Sigurðssonar
Hvað formið varðar var upplýsingin á íslandi nauðalík því sem gerðist
erlendis. Forystusveitin var lítill hópur menntamanna, sem var sér mjög
meðvitaður um hlutverk sitt og innbyrðis tengsl. Takmarkið var endur-
reisn Islands úr öskustónni, eða vakning alþýðu af doðakenndum svefni
undanfarandi alda. Þjóðin var í andlegum fjötrum, hélt Eggert Ólafsson
fram í upphafi Búnaðarbálks, sem ollu veraldlegri áþján og efnahagslegri
stöðnun:7
Þér sudda drunga daufir andar,
sem dragist gegnum myrkva loft!
Þér jökulbyggða vofur vandar,
sem veikar þjóðir kveljið oft!
Hvað lengi Garðarshólma þið,
hyggist að trylla fáráðt lið ?
5 Sjá Steven L. Kaplan, Le pain, le peuple et le Roi. La bataille du libéralisme
sous Louis XV (París: Perrin 1986), bls. 83-121 og víðar.
6 David Hume hélt því fram að maðurinn væri líkur lauknum. Þegar komið er
innúr ytri lögum hans, sem eru mótuð af aðstæðum og umhverfi, er hann eins,
„alls staðar og á öllum tímum“. Sjá Steven Lukes, Individualism (Oxford:
Basil Blackweíl 1973), bls. 151.
7 Eggert Ólafsson, „Nockrar Hugleiðingar, framsettar í ljódum sem nefnast
Búnadar-Bálkur ...“ 1. erindi. Hér tekið úr Armanni á Alþingi 1 (1832), bls.
123. Stafsetning textans er færð til nútímahorfs.