Skírnir - 01.04.1992, Síða 204
198
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
Menn upplýsingarinnar voru sammála um að þessa hlekki yrði að
brjóta og engum treystu þeir betur til þess en sjálfum sér. Endurlausn
þjóðarinnar fólst einmitt í upplýsingu, Aufklárung, eða hreinsun þoku-
andanna, þar sem velmeinandi menntamenn leiddu alþýðuna úr villum á
réttar brautir. Starfið var unnið án eigingirni, hélt Jón Sigurðsson fram,
án allrar vonar um upphefð eða veraldlega auðlegð. íslenskir framfara-
menn máttu jafnvel sitja undir ámæli og háði frá löndum sínum, skrifaði
Jón. „Hverju launuðu þeir Ólafi Ólafssyni, að hann vildi kenna þeim að
hagnýta búnyt sína betur [...] með ostagjörð og ýmsum öðrum tilbún-
aði? - Þeir ortu um hann níð, og kölluðu Ólaf ost!“ Eina umbunin sem
menn upplýsingarinnar máttu vænta var að nafn þeirra lifði lengur en
höfunda níðsins.8 íslensk upplýsing var því að stofni til byggð á skyldu-
rækni menntamanna, þ.e. eins konar noblesse oblige, þar sem forréttinda-
stétt reyndi að endurgjalda landi og þjóð fóstrið.
Erfitt er að gera sér glögga grein fyrir afmörkun íslensku upplýsing-
arinnar í tíma. Ef við bindum hana við hóp „framfarasinnaðra" mennta-
manna, þá er sennilega eðlilegast að telja þar fyrstan Eggert Ólafsson og
síðastan Jón Sigurðsson. Fyrri mörkin helgast af skoðunum upplýsingar-
mannanna sjálfra, en forystumenn hreyfingarinnar á fyrri hluta 19. aldar
röktu andlegan uppruna sinn til Eggerts.9 Seinni mörkin eru umdeilan-
leg, enda var Jón Sigurðsson sannfærður þjóðernisfrjálshyggjumaður
eins og Ingi Sigurðsson hefur réttilega bent á (Upplýsing og saga, 16-19
og Upplýsingin á Islandi, 26). Með honum breytir upplýsingin á Islandi
greinilega um stefnu og er aðlöguð nýjum tíma. Jón er þó um margt ó-
missandi hlekkur í einni keðju og er erfitt að átta sig á samhengi íslensku
upplýsingarinnar og áhrifum ef hann er skilinn útundan, auk þess sem
barátta hans og markmið verða ekki skilin án samhengis við íslensku
upplýsinguna.
Ahersla á tímasetningu í þessu sambandi er ekki einungis sprottin af
sérkennilegum áhuga sagnfræðingsins á að raða viðburðum í tímaröð,
heldur ræður hún að vissu marki þeim einkennum sem lögð er til grund-
vallar flokkun í upplýsingarmenn og upplýsingarhugmyndir, um leið og
hún ákvarðar þá stefnu sem rannsóknir á upplýsingunni sem hugmynda-
stefnu taka. Ég tel mikilvægt að líta á upplýsinguna á Islandi sem íslenskt
fyrirbæri vegna þess að uppruna hugmyndafræðinnar er ekki síður að
leita í þeim vandamálum sem upplýsingarmennirnir töldu mest brenn-
andi í íslensku samfélagi en í salónum og hirðum evrópskra heimsborga.
Augljós tengsl voru þó á milli íslenskrar upplýsingar og „anda upplýs-
8 Jón Sigurðsson, „Um Alþíng," Ný félagsrit 2 (1842), bls. 11-14.
9 Sbr. Baldvin Einarsson í fyrsta hefti Ármanns á Alþingi og Tómas Sæmunds-
son í formála fyrsta heftis Fjölnis (1835).