Skírnir - 01.04.1992, Side 206
200
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
Nú beindist áhuginn að huga og vilja afbrotamannanna, jafnframt því
sem píningar féllu úr tísku. Markmið refsinganna var að betra þá sem
höfðu misstigið sig á þröngum stíg réttrar hegðunar, þ.e. að gera „hinn
brotlega ekki aðeins viljugan til, heldur einnig færan um, að fara eftir
lögum og hæfan til að framfleyta sér“.13 Samkvæmt skoðunum um-
bótamannanna varð því að vera skiljanlegt og greinilegt samræmi á milli
refsingar og glæps, þannig að „hugmyndin um líkamlega kvöl [supplice]
sé ávallt til staðar í hjarta hins veikgeðja manns og drottni yfir þeim
kenndum sem reka hann á glxpabraut", svo vitnað sé í þekktasta réttar-
speking upplýsingarinnar, Cesare Beccaria.14 Refsingin var hugsuð sem
tákn er átti að hafa áhrif á hugsun þess sem glæpinn framdi (þ.e. löngun-
ina til að fremja glæp), um leið og hún var öðrum víti til varnaðar. Best
var því að refsingin líktist glæpnum, þannig að enginn velktist í vafa um
táknmál laganna; því alvarlegri sem glæpurinn var, því alvarlegri hlaut
refsingin að vera. Af þessum sökum var mörgum upplýsingarspekingum
lítt um fangelsi gefið. Að þeirra mati var erfitt að finna rétta samsvörun
glæps og fangavistar, auk þess sem fangavist var leynileg, falin fyrir al-
menningi og var því fáum víti til varnaðar. Að lokum töldu þeir fangelsi í
mörgum tilfellum þjóðhagslega óhagkvæm, þar sem þau héldu glæpa-
mönnum uppi í leti á kostnað samfélagsins í stað þess að venja þá á iðni
og góða siði.15
Mér dettur ekki í hug að halda því fram að kenningar Foucaults séu
einhvers konar helgur dómur, en óneitanlega er freistandi að nota þær
sem grundvöll greiningar á kenningum íslenskrar upplýsingar um refs-
ingar.16 í fyrsta lagi gera þær okkur kleift að sleppa frá jafn teygjanlegum
hugtökum og mildun refsinga, þar sem erfitt er að setja allar tegundir
straffs á einn skala. Ég á t.d. bágt með að samþykkja þá skoðun Davíðs
Þórs Björgvinssonar að breyting á refsingu fyrir einfaldan þjófnað árið
1808 úr tveggja mánaða til tveggja ára tugthúserfiðis í 10-30 högg með
hrísi beri vitni um vissan afturkipp „í þróunina til mildari og mannúð-
legri refsinga" (Upplýsingin á Islandi, 72-73) - a.m.k. varð böðullinn að
hafa sig allan við ef 40 högg áttu að svíða sárar en tveggja ára tugthúserf-
iði.17
13 Sama rit, bls. 23.
14 Tilv. tekin úr Foucault, Surveiller et punir, bls. 106.
15 Sama rit, bls. 116 og áfram.
16 Mér virðist t.d. vera greinilegt svipmót með viðhorfum íslenskra upplýsingar-
manna til uppeldis og refsispeki kollega þeirra erlendis. Hjá báðum var tamn-
ing sálarinnar mikilvægari en hirting líkamans, sbr. Uppeldi á upplýsingaröld,
bls. 18-20.
17 Ég get ekki betur séð en að Jón Espólín hafi verið sammála mér í þessu, en hann
lastaði umrædda breytingu fyrir þá sök að með því að taka upp hýðingar í stað
tugthúsdóma slyppu glæpamenn alltof létt, sbr. Upplýsingin á Islandi, bls. 88.