Skírnir - 01.04.1992, Page 207
SKÍRNIR
VERÐI LJÓS!
201
í öðru lagi mætti nota kenningar Foucaults til að staðsetja mann eins
og Bjarna Thorarensen í hugmyndalitrófi samtíma hans. Endurmat Dav-
íðs á kenningum Bjarna er nýstárlegt, en eins og það er sett upp er erfitt
að gera sér grein fyrir á hvaða grundvelli Bjarni reisti skoðanir sínar. Sú
fullyrðing Davíðs að „refsispeki Bjarna var nógu vel ígrunduð til þess að
allar fullyrðingar um afturhald og endurgjaldsstefnu verða hæpnari en
áður“ (Upplýsingin á íslandi, 90) virðist ganga útfrá þeirri vafasömu af-
stöðu að afturhaldsmenn geti ekki verið yfirvegaðir eða rökfastir. Ef við
höfnum því aftur á móti, að mildi hafi verið hið eina sem einkenndi refsi-
speki upplýsingarinnar, mætti e.t.v. rekja skoðanir Bjarna til áhuga upp-
lýsingarmanna á að tengja refsingu við glæp, öðrum og glæpamanninum
sjálfum til viðvörunar.
I þriðja lagi - og það er kannski mest um vert - þá gætu kenningar
Foucaults þjónað sem grunnur skipulegs mats á áhrifum upplýsingarinn-
ar á íslenska refsilöggjöf. Af lestri greinar Davíðs Þórs á ég mjög erfitt
með að gera upp við mig hver áhrif upplýsingarinnar voru á íslenska
refsilöggjöf í raun og veru. Danir virðast að vísu hafa reynt að afnema
líkamlegar refsingar og taka upp tugthús, en fyrir Islendingum var það
pyngjan en ekki hugmyndastefna sem mótaði afstöðuna til hegningalög-
gjafarinnar. Magnús Stephensen var að vísu umburðarlyndur og var því
sennilega undir áhrifum frá upplýsingu, en Bjarni Thorarensen var sann-
arlega ekki linur í refsingum, en var samt sem áður ekki sá afturhalds-
seggur sem sumir hafa talið hann vera.
Ber íslensk réttarsaga þá þess merki að upplýsingin hafi fest rætur á
íslandi eða ekki? Svarið hef ég ekki á reiðum höndum eftir lestur Upp-
lýsingarinnar á Islandi. Grein Davíðs Þórs er áhugavert og tímabært inn-
legg í flókna umræðu og vonandi verður hún hvati að frekari rannsókn-
um á þessu sviði í framtíðinni.
Alþýðufræðsla
Eins og Loftur Guttormsson bendir á í grein sinni um fræðslumál í Upp-
lýsingunni á íslandi, þá liggur „í hlutarins eðli og orðanna hljóðan að [...]
fræðslumál færast í brennidepil þegar fjallað er um upplýsinguna á ís-
landi“, enda hefur stefnan oft verið nefnd „fræðslustefna“ í íslenskum
ritum (149). Alþýðufræðsla er því réttilega eitt meginstef ritgerðasafnsins
Upplýsingin á Islandi og á það hvort sem er við um kafla þar sem fjallað
er um menntun eða uppfræðslu og fræðastarf í víðari skilningi. Takmark
íslenskra upplýsingarmanna var að vekja íslenska þjóð af svefni fram-
kvæmdaleysis og hvetja hana til dáða um skynsamlegar framkvæmdir. í
fabúlu Baldvins Einarssonar í fyrsta hefti Armanns á Alþingi kyrjar
heimilisfólk Goðsvinns góðbónda á Sólheimum Búnaðarbálk Eggerts