Skírnir - 01.04.1992, Qupperneq 210
204
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
Frjálslyndi upplýsingarinnar fólst þar með hvorki í umburðarlyndi
gagnvart hugsun og menningu alþýðunnar, né vilja til að leyfa sérhverj-
um einstaklingi að lifa lífi sínu eins og hann sjálfur kaus, heldur í því að
nú átti ekki að leggja lagalegar hindranir á veg þeirra sem höfðu hæfileika
til að ganga inn í stétt hinna útvöldu. Af þessum sökum er ekki að sjá að
upplýsingarmanninum Tómasi Sæmundssyni hafi fundist neitt þver-
stæðukennt að hneykslast á drykkju alþýðunnar í Reykjavík í sörfiu
andrá og hann lýsti með velþóknun hvernig hann sjálfur drakk „rauða-
vín“, „madeiravín“, „portvín", „sjampaníavín“ og „sömuleiðis danskt og
franskt brennivín kvölds og morgna“ í ferð sinni til íslands árið 1834.23
Það þarf því ekki að koma á óvart að almenningur var lítt ginnkeypt-
ur fyrir fræðsluboðskap upplýsingarinnar á íslandi, enda gekk hann út-
frá því að viðtakendur væru „fárátt lið“ sem hafði sóað menningararfi
landsins í ómennsku og sinnuleysi. I „skuggsjá upplýsingarinnar," skrifar
Loftur Guttormsson, „sýndist almúginn heimskur, óheflaður og óforsjáll
- nánast óæðri vera sem hafði orðið viðskila við þróun siðmenningarinn-
ar“ (Upplýsingin d Islandi, 179). Upplýsingarmennirnir vildu „brjóta
skarð í stíblurnar, og veita fram lífstraumi þjóðarinnar," eins og Tómas
Sæmundsson orðaði það í aðfararorðum Fjölnis og færa þannig þjóðina á
þá einu braut menningar sem féll að lífsskoðun þeirra;24 þeir höfðu öðl-
ast vitrun og töldu það skyldu sína að miðla bændunum á Islandi af
þekkingu sinni. Árangurinn af starfi þeirra og skrifum var hins vegar lít-
ill, ef marka má höfunda ritgerða í Upplýsingunni d Islandi (sjá t.d. bls.
116, 146-148, 178-182 og 230). íslenskt bændafólk virtist hvorki hafa
verið reiðubúið til að taka Félagsritin fram yfir „tröllasögur" og rímur,
né hafa fallist skilyrðislaust á leiðsögn menntamannanna í atvinnumál-
um.25 Því er sennilega nokkuð til í ummælum sem fram koma í tímarit-
inu Höldi árið 1861, þar sem höfundur telur fátt hafa áunnist með vís-
indalegum skrifum og fyrirlestrum menntamanna annað en að sumir
hinna námsfúsari „leggjast upp í rúm og byggja sér þar kastala í loptinu
[...] og verða síðan mestu landeyður og ónytjungar alla sína daga“. Hin-
ar raunverulegu framfarir urðu með tilstilli lítt menntaðra bænda, full-
23 Tómas Sæmundsson, „Úr bréfi frá íslandi," Fjölnir 1 (1835), bls. 59, 64-65 og
víðar.
24 „Fjölnir,“ Fjölnir 1 (1835), bls. 4.
25 Hér var ekki um neitt séríslenskt fyrirbrigði að ræða, a.m.k. virðist franskur
almenningur hafa verið öllu spenntari fyrir ritum eins og Venus í klaustrinu,
eda nunnan í náttkjól en höfuðverkum heimspekinganna, sbr. Robert Darnt-
on, The Literary Underground of the Old Regime (Cambridge, Mass.:
Harvard University Press 1982), bls. 1-40 og 167-208.