Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 212
206
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
og samvizkusamir, heiðarlegir, aðgætnir í fjármálum og báru fyrir brjósti
hag þegnanna, öryggi þeirra og afkomu“ (Upplýsingin á Islandi, 261).
Hér hefði Ingi allt eins getað verið að lýsa ímynd íslenska góðbóndans á
19. öld, þar sem vinnufólkið og börnin komu í stað þegna konungs. I
ráðleggingum Baldvins Einarssonar í Armanni á Alþingi er t.d. lögð rík
áhersla á sparsemi og fyrirhyggju bænda, stjórnsemi þeirra og umhyggju
gagnvart hjúum, skyldu húsbænda við uppeldi ómaga, o.s.frv.29 Á „góð-
um“ heimilum stjórnaði sá skilyrðislaust sem átti að stjórna og lýðræði
var með öllu óþekkt.
Að þessu leyti voru íslenskir upplýsingarmenn sennilega ekkert
verulega frábrugðnir kollegunum úti í hinum stóra heimi. Jafnvel Rous-
seau, sem í riti sínu um þjóðfélagssáttmálann hafnar öllum guðlegum
uppruna misréttis, gekk útfrá að í reynd hlyti samfélagslegu valdi að vera
misskipt.30 Áhersla íslenskra upplýsingarmanna á guðlegan uppruna
valdsins stingur þó berlega í stúf við það sem algengast var í skrifum á
upplýsingaröld og undirstrikar um leið íhaldssama afstöðu Islendinga til
samfélagsmála almennt. Baldvin Einarsson leggur þannig ofurkapp á
skyldur einstaklingsins við samfélagið, sem helgast af guðlegu boði frem-
ur en eiginhagsmunum eða skynsemi. Samkvæmt honum er sérhver ein-
staklingur „einn limur af því mannliga félagi, sem býr í héraðinu, í land-
inu, ríkinu, og hefir þar sinn vissa stað, sem Forsjónin hefir úthlutað
honum [...].“ Hver stétt hefur ákveðið hlutverk, líkt og útlimir líkam-
ans, og henni fylgja ákveðnar skyldur sem öllum meðlimum samfélagsins
ber að uppfylla samkvæmt boði skaparans. Stéttbundið eðli skyldunnar
er ekki samningsbundið, segir Baldvin, því að „sá sem leitar Guðsríkis
réttiliga, veit að það er Guðsvilji, veit að það er heilög skylda að vera
dugligur í sinni stétt [...].“ Af þessu leiðir Baldvin þá skoðun, að vinnu-
manni beri „að vera húsbónda sínum hlýðinn og auðsveipur, og stunda
hans gagn, eins og hann vildi stunda það fyrir sjálfan sig [...]“, á meðan
bóndanum beri að bæta jörð sína og afla sér þekkingar sem stuðli síðan
að bættum kjörum landsmanna.31
Ljóst er að skoðanir sem þessar féllu nær boðun mótmælenda um
köllunina og hefðbundnum skoðunum íslenskrar bændastéttar en trúar-
gagnrýni alþjóðlegrar upplýsingar. Eins held ég að boðskapur af þessu
tæi hafi fallið betur í kramið á íslandi en gífuryrði um heimsku og sinnu-
leysi alþýðunnar, ekki síst eftir að forkólfar sjálfstæðisbaráttunnar fríuðu
29 Ármann á Alþingi 1 (1829), bls. 94-105.
30 Þetta sést ef bornar eru saman stjórnmálahugmyndir Rousseaus í Du contrat
social og ráðleggingar hans til Pólverja í Considérations sur le gouvernement
de Pologne.
31 Ármann á Alþingi 1 (1829), bls. 49-64.