Skírnir - 01.04.1992, Síða 213
SKÍRNIR
VERÐI LJÓS!
207
bændurna af ábyrgðinni á þjóðfélagslegri stöðnun á íslandi með því að
varpa skuldinni nær allri á Dani. Þegar þeir Magnús Stephensen, Baldvin
Einarsson, Bjarni Thorarensen eða Tómas Sæmundsson jusu úr skálum
reiði sinnar vegna siðspillingar húsmanna og lausafólks, eða örguðust út
í giftingar öreiga, töluðu þeir ekki sem fulltrúar erlendrar hugmynda-
stefnu heldur ítrekuðuðu þeir viðtekin sjónarmið í íslensku bændasamfé-
lagi. Með þessu öfluðu þeir sér viðurkenningar sem náði út yfir gröf og
dauða,32 um leið og þeir sköpuðu grundvöll fyrir samstarf bænda og
menntaðrar yfirstéttar sem einkenndi sjálfstæðisbaráttuna á Islandi á síð-
ari hluta nítjándu aldar. Á þann hátt tengist upplýsingin á Islandi and-
hverfu sinni, rómantíkinni, órofa böndum, sem síðan veldur því að engin
skörp skil verða í hugmyndasögunni við lok „upplýsingaraldar".
Var íslensk upplýsing Upplýsing?
I grein sinni um áhrif upplýsingar á stjórnsýslu á íslandi bendir Harald
Gustafsson á að tal um upplýsingu á 18. öld beri ekki nauðsynlega að líta
á sem vitnisburð um áhrif frá upplýsingarstefnunni (Upplýsingin á Is-
landi, 43). Orðið „upplýstur" var jákvætt í sjálfu sér, líkt og orðið „-
frelsi" varð síðar, og menn gátu slegið því um sig án þess að þeir aðhyllt-
ust endilega einhverja sérstaka hugmyndastefnu annarri fremur. Eins
getum við spurt okkur hvort íslenskir upplýsingarmenn hafi í raun að-
hyllst erlenda upplýsingu þó svo að þeir grípi öðru hvoru til útlendra
slagorða. Eða, svo við orðum vandamálið á annan hátt, að hvaða leyti
ristu áhrif erlendrar upplýsingar dýpra en sem skammlíft tískufyrirbrigði
meðal örfárra stúdenta í höfuðborginni við sundin og nokkurra embætt-
ismanna í sveitum Islands?
Svarið er langt frá því að vera einfalt. Upplýsingin átti sér ekkert við-
urkennt safn helgirita, þar sem fylgjendur stefnunnar gátu leitað hins
hreina tóns. Einstaklingum var því unnt að velja þær jurtir sem þeir kusu
úr fjölbreytilegri flóru upplýsingarinnar, um leið og þeir litu framhjá
gróðri sem þeim þótti minna til koma. Af þessum sökum birtist stefnan í
ýmsu formi eftir löndum og tímabilum, eins og fram kemur hjá Inga Sig-
urðssyni í inngangsgrein Upplýsingarinnar á Islandi. Því er ekki gerlegt
að mæla upplýsingaráhrif á einhverjum óskeikulum kvarða og gildir það
32 Gott dæmi er hvernig Þorlákur Guðmundsson bóndi í Fífuhvammi notar
Magnús Stephensen og skrif hans sem stuðning við baráttu sína gegn þurra-
búðum á þingi árið 1887: „Hvað mundi hann segja nú, ef hann risi uppúr gröf
sinni og sæi allan þurrabúðafjöldann, sem nú er?“, spurði Þorlákur þar, en
honum virðist sem skoðun dómstjórans hafi verið nánast helgur dómur sem
enginn dirfðist að draga í efa. Alþingistíðindi (1887), B-deild, d. 792-793.