Skírnir - 01.04.1992, Side 215
SKÍRNIR
VERÐI LJÓS!
209
son bendir á að upplýsingarsagnfræðingar á íslandi, líkt og starfsbræður
þeirra erlendis, lögðu „framfaramælikvarða" á söguna, þ.e. þeir litu svo á
að saga mannsins stefndi sífellt til meiri fullkomnunar og aukinnar hag-
sældar þegnanna (Upplýsingin á íslandi, 252-253). Slíkir mælikvarðar
voru ekki einungis lagðir á fortíðina, heldur voru allar breytingar sem
stuðluðu að meiri framleiðslu í bráð og lengd taldar af hinu góða. Segja
má að í þessu hafi upplýsingin leyst manninn undan áþján erfðasynd-
arinnar, þannig að í stað þess að bíða undirgefin þess tíma er Guð dæmir
lifendur og dauða skyldi mannskepnan taka á sig það hlutverk að bæta
sköpunarverkið, þ.e. að fullkomna það sem var fullkomið frá skaparans
hendi.
Trúin á framfarir hafði ekki mikil áhrif þegar til skamms tíma er litið,
en hún smitaði smám saman alla þjóðfélagslega umræðu á Islandi og þar
með opinbera hagstefnu. Kyrrstaða er nú talin jafn óeðlilegt ástand og
stöðugar framfarir á fyrri tímum, og „trúin á landið" mótar „Islend-
ingseðli" nútímans á svipaðan hátt og auðmýktin gagnvart grimmd nátt-
úrunnar gerði áður. Ef til vill bíður þessi hugmyndafræði endanlegt
skipbrot í þann mund er kynslóðin sem hefur verið kennd við árið 1968
afhendir nýrri aldamótakynslóð þjóðararfinn, a.m.k. verður erfitt að líta
jafn ógagnrýnum augum og áður á framfarastefnu liðinna alda. I ljósi
okkar eigin samtíma komumst við ekki hjá því að spyrja okkur hvort
framleiðsluaukning sem byggist á eyðileggingu viðkvæms vistkerfis jarð-
arinnar eigi að teljast framför, eða, svo við lítum til íslenskra aðstæðna,
hvort gengdarlaus sóun á almannafé í vonlaus ullarvinnslufyrirtæki á 18.
öld hafi átt rétt á sér. Kannski hefur bjartsýni upplýsingarinnar verið
eins konar fyllirí þar sem vanlíðan komandi dags hefur gleymst í gleði
líðandi stundar.
... ogþað varð Ijós.
Ekki er því að neita að áhrif upplýsingarinnar á Islandi hafa orðið víð-
tæk, þó svo að ljósgeislinn hafi vart náð útfyrir þröngan hóp upplýsing-
armannanna sjálfra meðan á hinni eiginlegu upplýsingaröld stóð. í kenn-
ingum stefnunnar mótaðist ný afstaða til náttúrunnar og breytt viðhorf
til sögulegrar þróunar, sem urðu smátt og smátt að viðteknum stað-
reyndum - heilbrigðri skynsemi - í þjóðfélagslegri umræðu á íslandi
jafnt og á Vesturlöndum almennt. Þar sem gildi stefnunnar hafa orðið
sjálfsögð í huga okkar gleymist oft hversu róttæk þau voru og er því
hver áminning um sögulegan uppruna þeirra fagnaðarefni. Þannig eflum
við skilning okkar á eigin samtíð, um leið og við undirstrikum mátt hug-
myndanna í sögulegri þróun.
Fram til þessa hefur skort heildarmat á áhrifum upplýsingarstefn-
unnar á Islandi, en með brautryðjendastarfi Inga Sigurðssonar, Lofts