Skírnir - 01.04.1992, Page 217
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
í svartholi eða svanslíki
Heilabrot um tvœr nýjar skáldsögur
Guðbergur Bergsson
Svanurinn
Forlagið 1991
Steinar Sigurjónsson
Kjallarinn
Forlagið 1991
1
Steinar sigurjónsson og guðbergur BERGSSON hafa um sumt verið
samstíga í miskunnarlausri rýni sinni í mannlega náttúru eins og hún
þrífst á þeim söguslóðum sem þeir eru kunnastir fyrir. Báðir eru þeir
sprottnir úr jarðvegi sjávarþorpsins og hafa samið slík þorp á landakort
íslenskra bókmennta. „Skaga“ þekkjum við úr bókum Steinars, einkum
Ástarsögu (1958), Hamíngjuskiptum (1964) og Blandað í svartan dauð-
ann (1967), en „Tanga“ úr Tangabálki Guðbergs, bókum eins og Onnu
(1969), Það sefur í djúpinu (1973) og Hermanni og Dídí (1974).
En Steinar og Guðbergur hafa einnig sameiginlegan áhuga á öðrum
söguslóðum. Söguhetjan í Djúpinu (1974), sem Steinar hefur kallað „ævi-
sögu“ sína1, er ungur drengur sem sveimar um neðansjávar eftir skip-
brot. Áhugi Guðbergs á djúpinu kemur glöggt fram í skáldsögunni
Froskmanninum (1985) sem birtist undir höfundarnafni Hermanns Más-
sonar. Guðbergur varð hins vegar fyrri til að skrifa kjallarasögu, og þó
að Kjallarinn, nýjasta skáldsaga Steinars, sé mjög ólík Tómasi Jónssyni
metsölubók (1966), er eðlilegt að myndist hjá lesendum einhver hugrenn-
ingatengsl milli þessara bóka. I þessum verkum búa jafnt djúpið sem
kjallarinn yfir merkingu sem ekki takmarkast við rúmlægt sögusvið.
Um leið og Steinar nemur nýtt söguland í kjallara, kemur Guðbergur
ýmsum á óvart með því að skrifa „sveitasöguna" Svaninn. Að vísu má ef
til vill kalla fyrstu skáldsögu hans, Músina sem Ixðist (1961), sveitasögu,
en bærinn þar er þó skammt frá Tanga og í náinni snertingu við þorpslíf-
ið. I Svaninum kemur Guðbergur hinsvegar fjalli kirfilega fyrir milli
1 Það gerir hann í skáldsögunni Siglíngu (sem kann að einhverju leyti að vera
sjálfsævisöguleg), Ljóðhús, Reykjavík 1978, bls. 20.
Skímir, 166. ár (vor 1992)