Skírnir - 01.04.1992, Page 218
212
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
sveitar og þéttbýlis og myndar það skýr landamörk. Aðalpersóna og
förunautur lesandans er níu ára telpa sem í sögubyrjun yfirgefur heima-
byggð sína við sjó og heldur til sumardvalar í sveit, þar sem hún á að
taka út þroska og bæta jafnframt fyrir óknytti sem hún hefur framið.
Söguhöfundur svíkur þó allar væntingar um þroskasögu; hann lætur
klisjuhugmyndina „sumar í sveit“ velkjast um í kolli lesandans þar til
hún gufar upp án þess að eftir því sé tekið, og sögulokin verða ekki til að
minna okkur á hana, því við fylgjum telpunni ekki í heimahöfn. Við
skiljum við hana á fjalli, eftir ferð hennar uppúr sveitinni og inn í ríki ó-
tamdrar náttúru, þar sem svanir granda lömbum sé afkvæmum þeirra
ógnað. Þetta er raunar saga full af afkvæmum; telpan sjálf er auðvitað eitt
þeirra. I sögulok virðist svanurinn vísa henni leið aftur niður í sveitina,
nema um hillingar sé að ræða. I náttúrunni er stutt á milli grimmdar og
miskunnar og sama óræða fegurðin hvílir yfir hvorutveggja.
Sögusvið Svansins er skýrt afmarkað. I upphafi óskar telpan þess að
vegurinn sé endalaus „og ferðalag hennar væri bara teikning í blokk:
hún, bóndinn, hundarnir, sólin, ærnar, húsið og sveitin í kring“ (bls. 14).
Að vissu leyti rætist þetta, nema hvað verkið er líkt og lifandi málverk
byggt á þessari skissu, myndverk þar sem sveitabærinn, fjallið og áin eru
helstu kennileiti. I kringum bæinn eru nokkur nálæg býli og víðari krans
sveitabæja kemur skýrt í ljós sé horft í sjónaukann, það kostulega þarfa-
þing sem virðist vera eitt helsta samskiptatæki fólksins í þessari sveit. En
fjallið er tákn fyrir takmörkun frekari útsýnar um leið og það er ögrandi
áfangastaður; það rís eins og stöðug alda gegn sterkri þrá stúlkunnar,
hugsunum, óttakennd og draumum sem hún beinir í átt að heimaslóðum
sínum. Og yfir þessu sviði hvílir óslitin náttúruhvelfing:
Skýin ultu áfram eftir dögunum og vikunum, mismunandi gráhvít úti
við sjóndeildarhringinn, en stundum skriðu þau hægt upp með him-
inhvolfinu og fylltu það að hvirfilpunkti þegar heiðríkjan var farin að
verða hvimleið fyrir sjónina. Fljótið virtist líka hafa runnið upp á
himinbogann og það vafði sig þessa stundina í þokulíki við enni
fjallsins. Þar þeyttist það áfram í oddmjóum strók, straumþungt í
vindinum, uns suðvestanáttin tætti það sundur og sveiflaði því niður
í farveg sinn á ný. Um leið birti yfir fjallinu. Fljótið hvarf aftur ofan í
fljótið, sólin rak vætuna burt og breyttist í skin, jörðin þornaði, gol-
an hristi dropana af laufinu og hundarnir geltu. Telpan brá lófanum
fram til að finna kaldan koss síðasta regndropans. (Bls. 88-89)
Iðulega hefur maður orðið var við þann lýríska streng sem í Guð-
bergi býr, en til þessa hefur hann oftast samþætt hann satíru í nístandi
stílbrögðum. Satíran er enn í Svaninum, jafnt í fáránleikablæ samtala sem
í farsakenndum sviðssetningum, en hún víkur þó iðulega fyrir náttúru-