Skírnir - 01.04.1992, Page 219
SKÍRNIR
í SVARTHOLI EÐA SVANSLÍKI
213
lýrík eins og sjá má í tilvitnuðum texta, þar sem landið rennur saman við
himininn fyrir tilstilli fljótsins - og fljótið og textinn verða eitt.
2
Guðbergur smíðar sér himinhvelfingu í náttúrunni, en Steinar Sigurjóns-
son stefnir í gagnstæða átt og grefur þröngt sögusvið sitt í jörð niður.
Saga hans gerist að mestu í kjallara lítils húss „sem upphaflega var byggt
við borgarmörkin en var nú nokkuð farið að nálgast miðja borg, einnar
hæðar hús með kjallara“ (bls. 5). Eigandinn, Davíð að nafni, hugsar um
hæðina sem „kassa“ sem hann felur í umsjón Jónínu nokkurrar. Sjálfur
ræður Davíð ríkjum í kjallaranum, sem er að mestu „undirlagður af einu
herbergi" (6) er „afi og amma“ Davíðs höfðu á sínum tíma útbúið sem
leikæfingasal. Jafnframt er sem herbergið endurtaki kassalögun hússins
og þetta kassalaga lokaða rými, þetta svarthol, birtist svo líka í kistu sem
til sögunnar kemur og er kannski líkkista Davíðs sjálfs. Því hægt er að
skilja söguna svo að hún eigi sér stað í „huga“ Davíðs þar sem hann ligg-
ur dauður í kistu sinni og upplifir sem í martröð hverskyns óreiðu sem
fyllir óljóst út í hornrétt form sögusviðsins. Hann þarf meðal annars að
takast á við drauga sem eru til alls vísir, til að mynda Móra og Ylu, sem
hér ræða saman um leið og þau þjarma að Davíð:
„Maður er sífellt að skjótast inní skúmaskot og þjófakróka og fela
sig í hugarkvarflinu. Og sko: Nú byrjar sálarstormurinn að brjótast í
gegnum mig svo ég linni ekki látum fyrr en ég flæmi storminn úr mér
í einkvern annan!“
„Þú flögrar eins og kattarskuggi þegar þú færð að leika lausum
hala og öslar inní myrkrið“ sagði Yla. „En kjagastu þá og kjagastu. í
sundur með þig ef bakteríurnar finna þá matinn í því.“
Það sem gerðist næst var það að þau þokuðu Davíð inní rökkrið.
Hann gat ekki komið fyrir sig kvar hann væri en hann gekk inní
skonsu eina sem nú blasti við honum. Þar sá hann kvar ýmsum var
staflað saman í rúmum sem smíðuð voru úr hrjúfum ílla samanrekn-
um bjálkum. Þarna voru þá forfeður, hans saman komnir, eða kvað
var um að vera? (82)
3
Frásagnarframvinda er aukageta í þessum tveim skáldsögum og þær eiga
sér raunar stað í merkilega „tímalausum“ heimum. Kallast sögurnar þó á
við ákveðnar og um leið andstæðar frásagnarhefðir; Svanurinn er til-
brigði við sveitasæluskáldskap (pastorat) en á bak við Kjallarann má
greina óm af demónskri sálumessu og helfararsögum. Sé litið til ráðandi