Skírnir - 01.04.1992, Page 220
214
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
veruleikaviðmiðunar í íslensku þjóðfélagi, þá má segja að verkin hverfi
hvort á sinn hátt frá hinu miðlæga samfélagslífi á mölinni; Guðbergur í
sveitina en Steinar í undirheim, þar sem veruleiki borgarinnar birtist ekki
nema í framandlegum myndum.
Myndmál er einmitt meginatriði í þessum sögum, eins og í fleiri
veigamiklum skáldsögum frá síðustu árum, og kemur á sinn hátt í stað
sögufléttu. Grunntákn verkanna eru nefnd undanbragðalaust og með
ákveðnum greini í titlum þeirra og hvorugur höfundurinn reynir að
losna fyrirfram úr vandanum sem það veldur að skáldverk skuli ætíð
vera skilgreining nafns síns. Titilmyndirnar gera því mikið tilkall til alls
verksins og höfundarnir hafa unnið úr þeim útfærða myndgervingu eða
myndvarp.2 3 * Þannig er táknið látið varpa merkingu á allan textann, en
þessi merking getur verið allbreytileg eftir samhengi táknsins, t.d.
„svans“. Með myndvarpinu eru því útfærðir möguleikar einstakra
mynda til að flytja aukaleg boð, túlka kenndir og mannleg tengsl á ó-
beinni hátt en að jafnaði tíðkast í frásögn og samtölum; myndvarpið
kallar ekki eins mikið á röklega hugsun og orsakasamhengi og hefð-
bundin atburðarás gerir.-5
Sé þetta haft í huga er ljóst að Guðbergur tekur vissa áhættu með því
að gera svaninn ekki meira áberandi í sögunni en raunin er. Það fer þó
ekki milli mála að svanurinn er megintákn verksins; hann er mynd guð-
dómsins í sögunni og þar með þeirrar náttúruhvelfingar sem áður var um
rætt. I þeim skilningi drottnar hann yfir öllu lífríki sögunnar og birtist
ekki síst í líki allra hinna dýranna sem við sögu koma, þar á meðal mer-
arinnar mósóttu sem talsvert kemur við sögu og er eiginlega fullgild
„persóna". Jafnframt vaknar sú spurning hvort við getum skynjað í
svansmyndinni skáldlegt eðli sögunnar sjálfrar. Flýgur Pegasus Guð-
bergs á svanavængjum?
Undir hvítum vængjum himinhvolfsins sindrar söguheimur Guð-
bergs í litadýrð sinni og myndum. Náttúrulýsingar eru á köflum glæsileg
málverk sem öðlast dýpt vegna þess að náttúran er hér, að rómantískum
hætti, sem hljóðfæri er hljómar í samræmi við tilfinningar mannverunn-
ar. Sjónarhornið er telpunnar, en tilfinningar textans mótast að sjálf-
sögðu einnig af þroskaðri rödd sögumanns (sem kannski er ekki svo fjar-
2 Sjá einnig um „myndvarp" grein mína, „Myndbrot frá barnæsku. I tilefni af
sögum Gyrðis Elíassonar“, Skírnir, haust 1990, bls. 484.
3 Að sjálfsögðu geta þó samfelld atburðarás og myndvarp farið saman, og
myndvarp getur byggst hvort, heldur á myndhvörfum eða nafnskiptum. Sjá
um síðastnefnd hugtök grein Romans Jakobson, „Tvær hliðar tungumálsins:
myndhvörf og nafnskipti", þýð. Kristín Birgisdóttir og Nanna Bjarnadóttir,
Spor í bókmenntafrxði 20. aldar (Fræðirit 7), Bókmenntafræðistofnun Háskóla
Islands, Reykjavík 1991, bls. 81-93.