Skírnir - 01.04.1992, Page 221
SKÍRNIR
í SVARTHOLI EÐA SVANSLÍKI
215
skyldur kaupamanninum skrifglaða). Það er sem litir og form náttúrunn-
ar bylgist með textanum á lesaugum okkar:
Stóðið var á beit í órafjarlægð úti á mýrlendinu. Séð svona langt í
burtu í björtu sólskini voru hestarnir óraunverulegir, í öðrum heimi
undarlegs fagurs kvíða í líkama hennar og það gljáði á þá í sindrandi
fjarska. Stundum var engu líkara en stóðið hæfist upp frá jörðinni,
líkt og loftið feykti því til í þungum bylgjandi silfurstraumi og máði
það hálfpartinn út eða hluta af því. Þegar minnst varði svifu fótalaus-
ir eða hauslausir hestar í bylgjandi kyrrð. Það var tært sólskin í grasi
og um allan himininn. Það var eins og rökum hita hefði verið dembt í
skyndi úr bláu hvolfi. (20)
Eins eru vissar senur og sögubrot dregin upp á lifandi og myndrænan
hátt, t.d. sagan af kálfinum sem telpan sér fæðast og telur vera aftara höf-
uð á kú (33) og sem síðar er slátrað með listrænum tilþrifum. Einnig
dauðinn verður að ljóði í þeirri skynjun sem leiðir okkur um sveitaríkið.
Blóðið frussast á blómin og það gljáir á þau í morgundýrðinni.
Telpan tók fyrir munninn og fann hvernig vatn sogaðist um þurr
augun. Krónan á sóleyjunum varð full af blóði. Sólin skein andartak í
framandi ljóma og fjöllin virtust verða annars hugar í fjarlægð, þegar
kálfurinn ranghvolfdi augunum og hneigði höfuðið. Þá héldu sóleyj-
arnar ekki lengur blóðinu og lutu að jörðinni til að hella úr krónunni
en reistu sig aðeins upp til hálfs á ný. (59-60)
Dauðinn kemur líka við sögu þegar telpan mænir ofan í vatnið í mó-
gröf, sér þar mynd sína, og hugsar um sjálfa sig ofan í þessu vatni. „Á ég
að stíga sporið? spurði hún, lyfti fæti, teygði hann fram og sá slitinn skó-
sóla speglast í vatninu“ (42). Hún fylgist með brunnklukkum sem líklega
eru „í þjónustu einhverrar ófreskju sem sést ekki ofan í gröfinni og sækja
loft svo hún geti andað“ (41). Þarna eru kannski tengsl við þjóðsöguna
um fjallavötnin sem tengd eru með neðanjarðargöngum, en hún „hermdi
að nykurinn færi á milli fjallanna og ætti heima ofan í dýpi vatnanna og
sæist synda stundum í svanslíki á spegilsléttu yfirborði þeirra í algerri og
lamandi háfjallakyrrð“ (26). Af þessu sést að „guðdómsmyndir“ svansins
eru af ýmsu tagi.
4
Þannig er Svanurinn fullur af myndrænum tengslum, allt frá himinblám-
anum ofan í vatnsdjúpið. Vera kann að höfundi sé ekki efst í huga að
semja raunsæilega mynd af íslenskri sveit, heldur fremur skapa heilstæð-