Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 222
216
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
an tilvistarlegan myndvef. Sjálfur hefur Guðbergur til dæmis látið að því
liggja að svanur sinn sé annað og meira en „íslenskur fjallasvanur“.4 í
ýkjum og pensilstrokum tungumálsins birtist sveitin okkur vissulega oft
fremur sem texti en sem raunsætt svið; við erum minnt á að veðrið í sög-
unni leikur ekki einungis um sveitasviðið heldur ekki síður um sjálfar
veðurkenndir okkar og innri náttúru. „Vina mín, veistu um regnið sem
rignir á sig sjálft og . . .?“, svo vitnað sé í frumspeki kaupamannsins (89).
Sveitin er sviðsett náttúra og söguhöfundur vekur ekki beinlínis upp ís-
lenska sveitafortíð; raunar talar kaupamaður um að sveitirnar sitji uppi
„einar og mannlausar með fortíð sína á prenti í bókum í rykföllnum
skápum og enginn vill fræðast um hana“ (67). Náttúran endurheimtir
sveitirnar. „Þegar rigndi eða gerði skúr skruppu allir inn í bæ og ekkert
var úti í náttúrunni nema regnið. Náttúran var úti í náttúrunni" (86).
Draumar ganga til liðs við náttúruna; mannfólkið sofnar burt. „Og fólk-
ið svaf og svaf. Húsið angaði af regnvotum draumum, þegar fólkið
renndi hvert til annars óræðum augum sem syntu í löngunarfullu móki
undir þungum augnlokum. Kaupamaðurinn fálmaði út í loftið eftir dótt-
urinni þegar hún fór inn til sín að sofa“ (87). Náttúran er ekki íslenskt
samfélag; hún er þarna „úti“ og hún blundar „innra“ með manninum.
Það er því ekkert undarlegt að sagan beri mörg einkenni drauma.
Samt er ekki hægt að segja annað en Svanurinn sé þjóðrækin bók.
Ekki fer milli mála að Guðbergur er að „skrifa“ íslenska sveit, og nátt-
úrulýrík verksins kallast óhjákvæmilega á við þá rómantísku hefð sem
Jónas Hallgrímsson hóf til vegs. Samkvæmt henni er náttúra jafnt sveita
sem óbyggða meginþáttur í íslenskri þjóðernis- og menningarvitund.
Þessu hafa ljóðskáldin fylgt eftir, hvert af öðru, sem og margir sagnahöf-
undar, þar á meðal Halldór Laxness. Það er sérlega athyglisvert hvernig
atómskáldin og fleiri módernísk ljóðskáld hafa haldið tryggð við slíka
náttúruskynjun í glímu sinni við hefð, sögu og nýja heimsmynd. Þegar
módernismi ruddi sér til rúms í skáldsagnagerð á árunum kringum 1970
virtist íslensk náttúra vera veigaminni þáttur, nema þá helst í skáldsögum
Þorsteins frá Hamri. I fyrstu skáldsögum Thors Vilhjálmssonar, þar sem
sögusviðið er erlent, er einnig stundum sem myndir af íslenskri sjávar-
strönd leiti fram úr hugskoti einstakra persóna.
Á síðari árum er líkt og náttúran, oft tengd vitund um sögulega hefð
eða dýpt, sæki sterkar á þessi sagnaskáld, eins og sjá má á Grámosinn
glóir (1986) eftir Thor, og Gunnlaðarsögu (1987) og Undir eldfjalli
(1989) eftir Svövu Jakobsdóttur, og nú bætist Guðbergur í hóp þeirra
sem virkja og endurnýja sýn okkar á íslenska náttúru. Ymis og innbyrðis
ólík verk annarra sagnaskálda á seinustu árum vitna um sömu tilhneig-
4 Viðtal í Pressunni, 30. janúar 1992.