Skírnir - 01.04.1992, Side 225
SKÍRNIR
í SVARTHOLI EÐA SVANSLÍKI
219
með að bera kennsl á, leitar undan en jafnframt kviknar „líf“ sem við eig-
um erfitt með að staðsetja samkvæmt viðteknum tilvistarlögmálum.
6
Þetta merkingartóm er ekki síst athyglisvert vegna þess að höfundur fer
ekki í grafgötur með tilvistarlega vídd verksins: rækilega og ítrekað er
bent á að Davíð fari í kjallarann til að hugsa um „tilgang lífsins". En
þessi existensíalíska klisja er hluti af lífsleitartali sem Steinar hefur gefið
okkur í drjúgum skömmtum í síðustu verkum sínum. Það fær einkum
framrás í samtölum sem virðast oft snúast um sjálf sig án þess að við-
fangsefnið verði skýrt eða nokkuð sé leitt til lykta. Texti af þessu tagi er
ekki nýr af nálinni í verkum Steinars, en hann færist í aukana í Siglíngu
(1978) og þróast áfram í Síngan Rí (1986) og í Sáðmönnum (1989) er svo
komið að löng samtöl virðast allt eins geta verið heilar senur úr absúrd-
leikriti.
I Kjallaranum heldur Steinar áfram lífskönnun sinni á þessari sér-
stæðu bylgjulengd og einn ritdómarinn sagðist aldrei vera neinu nær eftir
allar þessar samræður.8 Þá kvað Steinar svo að orði í viðtali að ef eitt-
hvað væri að þessari bók væri það „fyrst og fremst að það mætti vera
miklu meira um hreint röfl eða uppfyilingarefni í dramatískum atriðum.
Mér finnst sjálfum leiðinlegt að lesa leikrit, einmitt vegna dramans
sjálfs". Hann bætir síðar við: „Eg kæri mig ekki um mikla atburði í sög-
um mínum. Látum sjónvarpið og óperuna um slíkt.“9
Steinar er því í andófi bæði gegn atburðinum sem kjarnaeinungu
epískrar frásagnar og gegn hinni dramatísku spennu, jafnvel þegar um
draugagang er að ræða. Samtölin, röflið, uppfyllingarefnið fyllir út í svið
sögunnar og ef til vill sjáum við ekkert nema merkingarleysi þar, ein-
hverja kvoðu sem fyllir dagana, kvoðu tungumáls, hálfdauðra tilfinninga,
óljósra minninga, dauðra hluta. Það má kallast kaldhæðnislegt að kjallar-
inn skuli vera æfingasalur fyrir leikræna tjáningu; þarna „dúllar“ einstak-
lingurinn, skemmtikraftur sjálfs sín og annarra, og setur líf sitt á svið (oft
er vikið að því að Davíð sé gamalkunnur ,,dúllari“). Kjallarinn er leik-
herbergi. En:
Engin frábær atvik hafa átt sér stað. Engir koma framar yfir hæðina
með kossa og blóm. Samt hefurðu grun um að höf stefni til þín og
falli sífellt nær! (13)
8 Örn Ólafsson, „Draugasaga Steinars", DV 18. nóv. 1991.
9 Viðtal við Steinar Sigurjónsson, Morgunblaðið 30. nóv. 1991.