Skírnir - 01.04.1992, Page 226
220
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
Þannig snýst verk Steinars þrátt fyrir allt um merkingarleit, þótt það
sé í formi dauðavöku og sálumessu í anda Becketts. Textinn er að grunni
til bölóður, en það verður í senn að greina hann frá þjóðfélagslegum böl-
móði og persónubundinni sálarkreppu. I þessu bölæði er hlustað á tómið
sem felst í merkingarleysi innihaldsins, hlerað eftir niði frá fjarlægum
höfum. En þegar hlustað er eftir þessum ómi þagnarinnar, eða reynt að
koma orðum að ókenndinni, kannski með því að rýna í óljósa mynd
okkar af dauðanum sem er engin mynd, þá hefur texti Steinars sig stund-
um til flugs á vængjum örvæntingar. Upp úr kvoðu af masi og engum at-
burðum rís annað slagið örvita kennd sem jafnframt umbreytist í póesíu
og lífskraft, svo mótsagnakennt sem það kann að hljóma.
Vissar raddir héldu áfram að knýja Davíð til að hugsa um tilgáng lífs-
ins og hann stundi í volgri stofunni: Það er einkver hol mynd! Eitt-
kvert nafnlaust formvana þykkni! Eg sé það ekki. Eg veit enga lögun
á því. En þarna kemur það! Einkver nafnlaus holskefla rís frammi
fyrir mér og kvolfist inní hugarheiminn! Eittkvert ferlegt slys hefur
orðið! Það breiðir sig yfir sál mína til að slá niður vonina sem alltaf
er að reyna að verða til. (26)
Kjallarinn er því ekki bölmóður um xslensk samfélag, þótt fyrir
bregði orðum um manninn sem lifi nafnlaus „í dauðu samfélagi. Það er
ópersónulegt og hann er einn í þessu samfélagi. Það fær í sig sýkil. Það
verður sjúkt af sýki hans“ (105-6). Það má segja að bókin fjalli um sjúkt
líf, um ára og púka sem þrífast á mörkum lífs og dauða; jafnframt því
sem sagan býr yfir sérstæðum húmor er kjallarinn kannski m.a. tákn
þunglyndis, okkar þyngstu þanka og minninga. Sagan flytur tíðindi af
því lífi mannsins sem „deyr“ úr samfélaginu, um deiglu þá og gerjun og
afturgengið líf sem á sér stað í okkar myrkustu afkimum. Lesandi þarf
stundum talsverða þolinmæði til að sitja alla dauðavökuna í kjallaranum
en í henni felast þó augnablik einkennilegrar endurnæringar.
7
Segja má að telpan í sögu Guðbergs, sem er nafnlaus eins og aðrar per-
sónur, deyi einnig á vissan hátt frá sínu þekkta samfélagi. Hún hverfur
ein inn í framandi heim. „Sú tilfinning læddist að augunum í henni, að
hún væri smám saman að deyja eftir því sem bíllinn ók lengur eftir veg-
inum“ (7). Þrátt fyrir guðdóm þann sem í náttúrunni býr finnur stúlkan
hvernig „jörðin faðmaði hana í huganum af því að hún lét hana gera það.
I raun og veru verður maður að gera allt sjálfur, skynjaði hún. Enginn er
meiri og sannari vinur manns en maður sjálfur" (42-43). Við grunnan
lestur sögunnar gæti maður haldið að þetta hefðbundna tilvistarlega við-