Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 227
SKÍRNIR
í SVARTHOLI EÐA SVANSLlKI
221
horf væri ríkjandi í sögunni, andstætt róttækari tilvistarhyggju Kjallar-
ans, en samkvæmt henni er maður ekki bara sannasti óvinur sjálfs sín,
heldur felst dómur mannverunnar í því að hún fær aldrei að vera ein. Við
losnum aldrei við drauga okkar.
Jafnskjótt og við lesum okkur undir yfirborð Svansins kemur raunar
í ljós að neðanjarðargöng þjóðsögunnar taka líka til mannlegra sam-
skipta. „Dagarnir liðu og hún fann hvernig hún rifnaði út alls staðar.
Hún varð svo hólkvíð að hún gat smeygt sér leikandi úr sjálfri sér, litlu
stelpunni, og orðið svipuð húsfreyjunni í tali en kaupamanninum í hugs-
un. Við það var líkt og vatn rynni úr sálinni saman við landslagið“ (39).
Einkum liggja margflókin göng milli telpunnar, kaupamannsins og dótt-
urinnar á bænum; þau eru einskonar þrístirni í sögunni.
Telpan er þó í fyrirrúmi textans en hún er jafnframt fljótandi sjálfs-
vera, „hólkvíð", og hneigð til ýmissa hamskipta. Telpan óskar sér að hún
gæti átt heima inni í stórri kú (32), en stuttu seinna sér hún kálfinn fæð-
ast. Ætla mætti að hún kynni í framhaldi af þessu að samsama sig fóstri
bóndadótturinnar, en í huganum fer telpan með hendurnar langt inn í
maga hennar, „þreifaði fyrir sér um stund í dimmunni, fann barnið sem
lá í kufung og kyrkti það“ (53). Telpan hafnar bernskunni með offorsi en
þrá hennar eftir samruna flyst yfir á heim dýranna, með tilheyrandi upp-
lausn tungumáls og persónuleika:
Þetta fannst henni vera það einkennilegasta í umgengni við dýrin,
vegna þess að hún skildi ekki einu sinni sjálf sefandi muldrið sem vall
óvænt upp úr henni, læddist frá ókunnugum stað og tengdi huga
hennar við hestana. Þótt hún skildi ekki sjálf hestagælurnar þá virtust
annars ólm en blíð dýrin skilja þær sem ástarjátningu og nudduðu
stundum höfðinu í brjóst hennar, ráku krúnuna með hvítri stjörnu á
enninu fast á staðinn þar sem hjartað í henni sló ört af gleði. Við það
gufaði hún upp hjá þeim í votu grasinu í mýrinni. (65)
Þegar segir í Svaninum af endurkomu bóndadóttur og slátrun kálfsins er
um að ræða einskonar „kvenlegt" tilbrigði við söguna um glataða soninn
í Lúkasarguðspjalli Biblíunnar. Freistandi er að velta því fyrir sér hvort
yngri kvenpersónan sé jafnframt „glataða telpan“ í bernskusögum und-
anfarinna ára, en þær hafa í langflestum tilfellum snúist um drengi.10
10 Þó vil ég nefna tvær mjög eftirminnilegar telpur úr sögum síðastliðinna ára:
Heiðu í sögunni „Tréfiskur“ í Bréfbátarigningu Gyrðis Elísasonar (1988), en
telpu Guðbergs svipar um margt til hennar (en Heiða fær ekki varist
dauðanum í tjörninni); og telpuna í sögu Svövu Jakobsdóttur, „Fyrnist yfir
allt“, í Undir eldfjalli (1989). Sú saga felur raunar í sér vissa „kynvíxlun" sem
tengja mætti eftirfarandi umræðu um tvíkynferði.