Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 229
SKÍRNIR
í SVARTHOLIEÐA SVANSLÍKI
223
í skáldsagnapersónu; auðveldast er að láta hana skorðast í einkynbundnu
mynstri.
Telpan í Svaninum er aftur á móti kynlega samsett persóna, eins og
ljóst er af því samspili sjónarhorns og raddar sem áður var vikið að.
Hugur hennar er gljúpur, í senn óskiptur og opinn, næmur og ágengur.
Ef hún er tvíkynja sjálfsvera er að vísu hægt að skýra það röklega með
því að hún sé enn ekki fullvirkur einstaklingur í samfélaginu. En þannig
varðveitir hún líka margbrotna sýn á umhverfi sitt. Davíð í Kjallaranum,
sem er eiginlega genginn út úr samfélaginu, er annað en ólíkt dæmi um
móderníska persónusköpun sem sprettur af tvíkynja hugsun. Hann er
„fallinn" af stalli karlmennsku án þess að við getum með góðu móti stað-
sett hann. Hann hefur sleppt tökum á ytri veruleika, hverfur í undirheim
sinn og þar „jarðsyngja" konurnar hann í sögulok. En hver er/var Dav-
íð? Hann dregur dám af kjallara sínum, er hol mynd sem sogar til sín
ráðvillta túlkun okkar.
9
Heilabrot um tvíkynferði beina þannig athygli okkar frá líffræðilegu
kyni persóna að kynferði textans, ef svo má að orði komast. Svanstákn
Guðbergs er tvíkynja myndvarp sem fær okkur til að rása fram og aftur
milli „karllegra" og „kvenlegra“ eiginda. Ég nefndi hér að framan að
Guðbergur tæki vissa áhættu með því að láta ekki meira bera á svaninum
sjálfum í sögunni. Hinsvegar er þetta skiljanlegt út frá táknlegri stöðu
svansins; hann er nálægur og fjarlægur í senn, hann er hluti af ríki náttúr-
unnar og jafnframt yfir það hafinn, hann er í senn tákn lífs og dauða.
Hallgrímur Helgason rekur hornin í svaninn í rækilegum ritdómi sínum
í Tímariti Máls og menningar:
Svanurinn sem slíkur er líka svo hlaðinn af allskonar hugmyndum,
goðsögnum og listasögulegum mótívum, sem undirstrikuð eru með
myndinni á forsíðunni, að hann verður allt að því ókunnur gestur í
þessari sögu sem að öðru leyti er laus við allar fortíðarvísanir og nær
yfirnáttúrulegum víddum sínum með því að holdgera þær í hvers-
dagslegum hlutum eins og litlu pöddunum [.. ,]13
13 „Hin hversdagslega eilífð", Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1992, bls. 104.
Hér verður ekki rædd sú hæpna fullyrðing Hallgríms að sagan sé „laus við all-
ar fortíðarvísanir" þegar svaninum sleppi. Athyglisvert er að þótt Hallgrímur
telji svaninn vera „allt að því ókunnan gest í þessari sögu“, er hann greinilega
ekki frá því að sagan sjálf sé svanur; ákveðnar setningar „valda því að maður
leggur bókina frá sér andartak og þá er sem hún baði ögn út síðunum eins og
hvítum vængjum þar sem hún liggur á borði eða sæng.“ Sama rit, bls. 101.