Skírnir - 01.04.1992, Page 230
224
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
Svanurinn er vissulega „ókunnur gestur“ (og það er telpan á sinn hátt
líka); táknlegt vægi svansins felst ekki síst í framandleika hans. Eg hygg
að viðbrögð Hallgríms spretti af ótta hans við að skáldverkið sligist und-
an svanstákninu. En formgerð skáldsögunnar fyrirbyggir það; innan þess
ramma sem titillinn (og etv. kápumyndin, að svo miklu leyti sem hún er
hluti af verkinu) og lokakaflinn mynda er svanurinn lítt áberandi á sviði
verksins. Það er fremur að hann verði hluti af „undirvitundinni“ við lest-
urinn, með því að maður skynjar hann á sveimi yfir sveitinni. Jafnframt
nýtur lesandi mikils frelsis við að tengja svanstáknið og veruleika verks-
ins; til dæmis þegar telpan hugsar um það hve hræðslan geti veitt mikinn
unað, „einkum eftir að hún er að mestu liðin hjá með límkennt vænghaf
sitt sem losnar frá stirðum líkamanum. Þetta er dýrleg endurfæðing"
(27). Eða þegar kaupamaður segir um bóndadóttur að „álftin [sé] í sárum
eftir þann síðasta" (84).
Alft í sárum tengja eflaust einhverjir lesendur við goðsögnina um
Ledu og svaninn og hugsa kannski til ljóðs Williams Butler Yeats, „Leda
and the Swan“. Slíkar tengingar draga kannski úr hráum áhrifum af
spurningu sem kaupamaður beinir til telpunnar: „Ætlar þú að láta
nauðga þér þegar þú ert orðin stór?“ Hún á gott svar við þessu: „Já, ef
einhver getur það“ (77). Samkvæmt vissum goðsögnum brá guðinn Seif-
ur sér í svansham, tók Ledu með valdi og gat með henni hina undurfögru
Helenu. Þarna er þá jafnframt viss hlið á „guðdómnum" í sögunni.
En ef svanurinn er tákn karllegs valds andspænis „saklausri" telp-
unni, er hann ekki síður tákn sakleysis, mýktar, kvenlegs sköpulags14 og
ójarðneskrar fegurðar. Þennan guðdóm getum við séð í litlu telpunni og
eflaust hugsa ýmsir lesendur til „ljóta andarungans" sem á eftir að
„breytast" í svan.
Slíkar hamskiptatúlkanir geta á endanum vakið með manni þá kennd
að allt í sögunni sé af svanakyni. Höfundur gerir þetta líka að spaugileg-
um þætti verksins með því að láta lúðrasveitina „Svanina" leika á héraðs-
mótinu og þessir „svanir“ liggja svo konur úti í móa á eftir. Þegar hefur
verið minnst á pegasusvensl svana og hesta; bændurnir skilja ekki „þrá
hestsins fyrir flug efnisins í skáldskap og goðheimi" (101). Og kænan
merkilega sem notuð er til að sækja merina yfir ána, er hún ekki svanur?
14 Þetta kann þó að orka tvímælis. í ritdómi um Svaninn bendir Gísli Sigurðsson
á „að vaxtarlag svansins þegar nær dregur höfðinu veki ýmsar karlkynferðis-
legar hugmyndir hjá lesandanum" (DV 16. des. 1991). Sjái menn þannig
erkitákn hins fallíska valds vaxa uppúr kvenlegri mýkt svanslíkamans er það
þó í raun viss staðfesting á tvíkynja tákngildi hans.