Skírnir - 01.04.1992, Side 234
228
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
átökum, þar sem sögupersónur takast á í endalausum rökræðum um allt
milli himins og jarðar og velta vöngum yfir spurningum um lífið og til-
veruna sem menn hafa velt fyrir sér öldum saman. Söguhetjur hans búa
venjulega við nöturlegar aðstæður í skuggahverfum stórborganna. Sög-
urnar eru uppfullar af alls kyns glæpum, geðveiki, ofdrykkju og fátækt.
Oft hefur verið bent á hvernig Dostojevskíj notar brellur reyfarahöfunda
til að byggja upp spennu. Árni Bergmann líkir t.d. skáldsögum hans við
sjónvarpsþættina um einkaspæjarann Colombo.5 Ótal persónur koma
við sögu og talar hver með sinni röddu. Heimurinn sem söguhetjurnar
lifa í er hálfgerður óskapnaður, en í bakgrunni er kristin trú ávallt til
staðar, enda skiptir hún miklu máli í öllum hans verkum. I skáldsögum
sínum tekur Dostojevskíj til umfjöllunar ýmis málefni sem hafa verið
fólki hugleikin allt fram á þennan dag, málefni sem snerta siðferði og til-
vistarvanda mannanna. Hann fjallar um barnamisþyrmingar, kvenrétt-
indi, eðli kristinnar trúar og trúleysi, þjáninguna og margt fleira, enda
hefur hann haft víðtæk áhrif, bæði á aðra rithöfunda og einnig á ólíka
hópa í samfélaginu eins og sálfræðinga, heimspekinga og guðfræðinga,
að ógleymdum hinum almenna lesanda.
Þeir sem gera lítið úr Dostojevskíj hafa tilhneigingu til að afgreiða
hann sem hálfgerðan reyfarahöfund. Hinir hefja hann upp til skýjanna,
en deila sín á milli um hvað það sé sem gefi verkum hans gildi. Sumir
halda því fram að söguefnið sé svo ögrandi og dularfullt að ekki sé hægt
annað en að hrífast ósjálfrátt með inn í þennan furðulega, framandi heim,
og enn aðrir leggja meira upp úr því hversu heilsteyptar skáldsögurnar
eru og uppbygging þeirra þaulhugsuð, og telja að efnið eitt geti ekki út-
skýrt endalausar vinsældir hans.
Á öndverðri öldinni var því gjarnan haldið fram að hæfileikar
Dostojevskíjs væru fyrst og fremst fólgnir í því hversu mikill sálfræðing-
ur og spámaður hann væri. Lítið var aftur á móti gert úr hæfileikum hans
sem rithöfundar. Skáldsögur hans voru sagðar sundurlausar, unnar í
miklum flýti og uppfullar af hinum ólíklegustu tilviljunum; til dæmis
sagði danski rithöfundurinn Georg Brandes að verk hans væru ruglings-
leg og prentuð „eins og þau hafi runnið beint úr pennanum, án nokkurs
yfirlesturs, hvað þá endurskoðunar".6 Hvað formið varðar var hann tal-
inn frekar ómerkilegur, og í því sambandi gjarnan borinn saman við Tol-
stoj, sem var talinn honum miklu fremri. Heimspekingurinn Nietzsche
sagði um Dostojevskíj að hann væri eini maðurinn sem hefði kennt sér
eitthvað í sálfræði. Annar heimspekingur, Rússinn Níkolaj Berdjajev
5 Árni Bergmann: „Reyfarahöfundurinn Dostojevskí", Tímarit Máls og menn-
ingar 1987, bls. 159.
6 Georg Brandes: Samlede Skrifter, 10, Kjobenhavn 1902, bls. 530.