Skírnir - 01.04.1992, Síða 236
230
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Hér skipta hugmyndir engu máli. Hvaða fífl sem er getur tileinkað sér
afstöðu Tolstojs til framhjáhalds en til þess að njóta listar Tolstojs verð-
ur næmur lesandi að geta séð fyrir sér, svo dæmi sé tekið, hvernig klefi í
næturlestinni sem fór milli Moskvu og Pétursborgar leit út fyrir hundrað
árum.“10 Þegar Nabokov var að kenna rússneskar bókmenntir í Kali-
forníu á 5. og 6. áratugnum, teiknaði hann nákvæmar myndir af klæða-
burði hefðarfólks og lestarklefum, sagði frá því hvað Rússar borðuðu í
morgunmat, hvernig þeir spiluðu tennis og fleira í þeim dúr.* 11 Nemend-
urnir lásu skáldsögurnar í þýðingu en Nabokov vildi að þeir gætu séð
fyrir sér umhverfið sem þær gerðust í með sömu augum og Rússar þess
tíma. Þannig reyndi hann að minnka bilið milli þýðinganna og frumtext-
ans.
Nabokov fór mjög niðrandi orðum um Dostojevskíj. Hann sagði
m.a.: „Mig skortir alveg tónheyrn, og því miður skortir mig á sama hátt
skilning á spámanninum Dostojevskíj."12 Það er samt ágætt dæmi um á-
hrifamátt Dostojevskíjs að Nabokov samdi heila skáldsögu,13 þar sem
hann leikur sér að ýmsum hugmyndum sem eru áberandi í verkum
Dostojevskíjs, og þessar hugmyndir koma einnig oft fram í öðrum verk-
um hans þó að hann hafi vitaskuld unnið úr þeim á ólíkan hátt.14
Rétt er að ljúka þessu stutta ágripi af viðhorfum manna til Dostojev-
skíj á orðum Ingibjargar Haraldsdóttur: „Þær standa jafnfætis allar þess-
ar stóru bækur hans, og allar eru þær klassískar vegna þess hversu djúpt
Dostojevskíj kafar í mannssálina. Þó kveikja þeirra hafi iðulega verið at-
burðir í samtíma Dostojevskíjs hefur hann þær yfir allt dægurþras og
enn í dag eru þær furðulega nálægt okkur. Persónur hans eru mann-
skepnan sjálf í öllu sínu göfuglyndi og skepnuskap og við komumst ekki
hjá því að bera kennsl á þær því þær eru við sjálf. Þessar bækur munu,
held ég, alltaf halda gildi sínu.“15
10 Vladimir Nabokov: Strong Opinions, London 1974, bls. 157.
11 Vladimir Nabokov: Lectures on Russian Literature, London 1982, bls. xii.
12 Sama rit, bls. 104.
13 Vladimir Nabokov: Despair, London 1966.
14 Sjá t.d. Julian W. Connolly: „Dostoevski and Vladimir Nabokov: The Case of
Despair", í Alexey Ugrinsky and Valija K. Ozolins, ritstj.: Dostoevski and the
Human Condition After a Century, New York 1986 og Melvin Seiden:
„Nabokov and Dostoevsky“, Contemporary Literature 13 (1972), bls. 423-44.
15 Illugi Jökulsson: „Hugmyndin er að lýsa hinum fullkomna manni“, Morgun-
blaðið, 16. nóvember 1986. (Ur viðtali við Ingibjörgu Haraldsdóttur.)