Skírnir - 01.04.1992, Síða 237
SKÍRNIR
DOSTOJEVSKÍJ Á MEÐAL VOR
231
2
Dostojevskíj byrjaði að semja Glap og refsingu í Wiesbaden árið 1865.
Hann var skuldum vafinn og honum gekk erfiðlega að skrifa. Eitt sinn
brenndi hann handritið og þurfti að byrja upp á nýtt, en tókst þó að
ljúka sögunni seint á árinu 1866. Viðfangsefni sögunnar kemur skýrt
fram í heiti hennar, hún fjallar um glæpi og refsingu, þó ekki frá lagalegu
sjónarmiði, heldur siðferðilegu. Dostojevskíj hefur ekki nema takmark-
aðan áhuga á ástæðunum fyrir glæpnum sem Raskolníkov fremur, enda
eru þær mjög óljósar. Það sem skiptir mestu máli eru átök sem eiga sér
stað innra með Raskolníkov, átök milli góðs og ills, milli tilfinninga og
rökvísi. Dostojevskíj taldi alla rökhyggju af hinu illa, en trúði því að
menn ættu að treysta tilfinningum sínum og hlusta á rödd samviskunnar.
Glæpur Raskolníkovs felst einmitt í því að hann telur sér trú um að allt
sé leyfilegt sem hægt er að styðja einhvers konar rökum, þó að það brjóti
í bága við mannlegar tilfinningar. I upphafi sögunnar er hann fastur í neti
ákveðinna hugmynda, sem hann álítur rökréttar, og sem leiða til þess að
hann fremur morð. Eina leið hans til björgunar er að gefa sig á vald til-
finninga sinna og í sögulok er gefið í skyn að það muni takast: „En þetta
kvöld gat hann hvorki einbeitt huganum að neinu sérstöku né svarað
neinum spurningum; tilfinningarnar höfðu hann á valdi sínu. Lífið hafði
tekið við af rökhyggjunni og hugur hans þurfti nú að takast á við eitt-
hvað sem var honum alveg nýtt.“ (Glœpur og refsing, bls. 469)
I verkum sínum leggur Dostojevskíj mikla áherslu á þjáninguna sem
nauðsynlegan þátt í mannlegu lífi. Fyrirmynd hans er grísk-kaþólska
kirkjan sem telur hana nauðsynlega sáluhjálp hverjum manni. Samkvæmt
grísk-kaþólskri trú erum við öll systkin og þurfum að þjást hvert fyrir
annað eins og Kristur þjáðist fyrir okkur öll á krossinum. I næstu stóru
skáldsögu sinni, Fávitanum, ætlaði Dostojevskíj að skapa eins konar
Kristsímynd eða hinn fullkomna mann. Fávitinn var skrifaður erlendis
og birtist í tímaritinu Rússkíj vestník á árunum 1868-1869 og einnig í
þetta skiptið gekk erfiðlega að semja. Söguhetjan, Myshkín fursti, tók
miklum breytingum áður en hin endanlega gerð varð til. Hann átti að
vera fullkominn samkvæmt kristinni kenningu: tilfinninganæmur, um-
burðarlyndur og ósérhlífinn. En hann átti líka að vera mannlegur, og til
að slík persóna yrði trúverðug gerði Dostojevskíj söguhetju sína að ein-
lægum sakleysingja, sem þjáist þar að auki af flogaveiki, eins og reyndar
Dostojevskíj sjálfur. Eftir margra ára dvöl erlendis kemur þessi barnslegi
maður síðan til Pétursborgar beint inn í „iðandi atburðarás ásta, svika,
undirferla og glæpa“, eins og segir á kápu kiljuútgáfunnar. Myshkín
fursti reynir að hafa áhrif á þennan heim, en mistekst algjörlega. I lok
sögunnar er búið að myrða aðalkvenhetjuna Nastösju Fílíppovnu, furst-
inn sjálfur er orðinn fáviti í orðsins fyllstu merkingu og einnig fer illa