Skírnir - 01.04.1992, Síða 238
232
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
fyrir flestum öðrum sögupersónum. Fávitanum var ekki vel tekið þegar
hún kom fyrst út. Margt í verkinu þótti óljóst og Dostojevskíj viður-
kenndi að það væri ófullkomið.
Dostojevskíj gerði aðra tilraun til að skapa hinn fullkomna góða
mann í síðustu og lengstu skáldsögu sinni, Karamazov-brœðrunum. Hún
er álitin vera hápunktur rithöfundarferils hans og í henni heldur hann á-
fram að fjalla um sömu hlutina og í fyrri skáldsögum sínum: glæp og
refsingu, trú og trúleysi, tilfinningar og rökvísi, en x miklu víðara sam-
hengi. Skáldsagan fjallar fyrst og fremst um Karamazovfjölskylduna, en
sérhver fjölskyldumeðlimur er fulltrúi fyrir ákveðna eiginleika. Bræð-
urnir eru þrír: hinn tilfinningaríki, jarðbundni Dmítríj, hinn vitsmuna-
legi Ivan og Aljosha, sem er fulltrúi hins andlega og arftaki Myshkíns
fursta, ný og annars konar Kristsímynd. Þessir ólíku bræður eiga það
sameiginlegt að vera synir nautnaseggsins Fjodors Karamazovs, sem er
myrtur í seinni huta sögunnar. Karamazov á einnig óskilgetinn son,
Smerdjakov. I kringum þessa fjölskyldu spinnur Dostojevskíj síðan sögu
sem talin hefur verið eitt mesta snilldarverk bókmenntasögunnar.
3
Sérhvert bókmenntaverk er barn síns tíma og byggir á ákveðinni menn-
ingarhefð. Þeir sem lifa á öðrum tíma fjarri sögusviðinu hljóta að skynja
það á annan hátt en samtímamenn og landar höfundarins, og þurfa þeir
því að yfirstíga fleiri en eina hindrun til að nálgast verkið. I fyrsta lagi
þarf að vera fyrir hendi vilji hjá lesandanum til að setja sig inn í og öðlast
skilning á þeim heimi og þeim tíma sem skáldverkið lýsir. I öðru lagi
þurfa flestir að lesa verkið á öðru máli en það var skrifað á upphaflega.
Þýðingar hafa verið mönnum umfjöllunarefni lengi vel. Á síðustu
árum hefur sérlega mikið verið skrifað um þær, enda fyrst farið að líta á
þýðingafræði sem fræðigrein á sjöunda áratugnum.16 Þýðingar eru auð-
vitað með ólíku móti, allt eftir því hver þýðir og hvernig texta er verið að
þýða. Á það jafnt við um bókmenntaþýðingar sem aðrar. Eitt aðalvanda-
mál margra þýðenda og stöðugt umræðuefni þeirra og annarra bók-
menntamanna hefur verið spurningin um hvert sé eiginlegt hlutverk þýð-
inga. I framhaldi af því hafa menn spurt hvaða markmiðum eigi að fylgja
í þýðingunni sjálfri, og jafnvel hvernig eigi að skilgreina fyrirbærið.17
Oll þýðing er túlkun. Góður þýðandi gerir lesendum kleift að
skyggnast inn í bókmenntaheim annars lands með túlkun sinni á þeim
16 Ástráður Eysteinsson: „Bókmenndr og þýðingar“, Skírnir 1984, bis. 23.
17 Sbr. skemmtilega grein Guðbergs Bergssonar: „Um þýðingar", Tímarit Máls
og menningar 1983, bls. 492-502.