Skírnir - 01.04.1992, Page 240
234
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
unda áratugnum einungis þrjú. Síðastliðin tíu ár hafa komið út í íslenskri
þýðingu alls tuttugu og fimm skáldverk rússneskra höfunda: tvær ljóða-
bækur í þýðingu Geirs Kristjánssonar, sjö leikrit eftir Tsjekhov og Gor-
kíj, sem voru upprunalega þýdd fyrir leikhús en eru fyrst gefin út núna,
fimm nýjar útgáfur eldri verka, þrjár barnabækur og átta skáldsögur sem
eru að koma út í fyrsta sinn, allar þýddar úr frummálinu. Auk þess ber
að nefna að á þessari öld hefur, auk útgefinna skáldverka, talsvert birst af
þýðingum rússneskra ljóða og smásagna í blöðum, tímaritum, safnritum
og útgáfum einstakra höfunda.22 Það gildir um þetta efni eins og bæk-
urnar að það er fyrst og fremst þýtt úr öðrum málum en frummálinu,
enda rússneska mál sem tiltölulega fáir Islendingar hafa lært.
Einungis fjórir þýðendur hafa lagt fyrir sig þýðingar skáldverka úr
rússnesku. Langt fram eftir þessari öld þótti ekkert sjálfsagðara en að
þýða skáldverk úr öðru máli en frummálinu og voru verk ólíkustu þjóða
þýdd úr dönsku og ensku. Það er því nýleg krafa að verk séu þýdd úr
frummálinu. Kjartan Ólafsson þýddi með miklum ágætum trílógíu Gor-
kíjs, Barnæska mín, Hjá vandalausum og Háskólar mínir, á árunum
1947-51, og síðan Kynlega kvisti eftir sama höfund 1975. Geir Kristjáns-
son fékkst aðallega við ljóðaþýðingar úr rússnesku, en þýddi einnig smá-
sögur, m.a. eftir Tsjekhov og birti ótal þýðingar í blöðum og tímaritum.
Árin 1988 og 1991 komu út söfn ljóðaþýðinga hans, Undir hxlum dans-
ara og Dimmur söngur úr sefi.2i Árni Bergmann hefur nýverið þýtt tvær
stuttar skáldsögur eftir Nínu Berberovu. Og Ingibjörg Haraldsdóttir
hefur á einum áratug, þ.e. 1981-91, unnið það þrekvirki að þýða hvorki
meira né minna en sex rússneskar skáldsögur: áðurnefnd þrjú verk eftir
Dostojevskíj, Meistarann og Margarítu og Örlagaeggin eftir Míkhaíl
Búlgakov og Börn Arhats eftir Anatolíj Rybakov.
Af þessari upptalningu má sjá að áhugi íslendinga á rússneskum bók-
menntum hefur líklega lengi verið til staðar og fer greinilega vaxandi eft-
ir því sem líður á öldina. Dostojevskíj og Tolstoj hafa verið mest þýddir
af nítjándu aldar höfundum, eins og við mátti búast, og Gorkíj mest af
rithöfundum tuttugustu aldar. Þarna eru líka verk eftir aðra klassíska
höfunda eins og Púshkín, Túrgenev, Pasternak o.fl. Svo eru aðrir sem
eru nánast alveg gleymdir eins og Pavlenko, Gorbatov og Merezhkov-
skíj, en eftir hann hafa meira að segja verið þýddar tvær skáldsögur. Það
sem vekur kannski mesta athygli er samt sem áður hvað áhuginn á
Dostojevskíj virðist hafa verið lítill framan af öldinni. Hann virðist hafa
22 í þessu sambandi má nefna að saga Gogols Frakkinn birtist í tímaritinu MIR
sem framhaldssaga á sjötta áratugnum, en hét þá reyndar Kápan (N.V. Gogol:
„Kápan", MÍR 1952, 2.-6. tbl.).
23 Árið 1971 gaf Heimskringla út lítið kver, Hin grœna eik, með ljóðaþýðingum
eftir Geir Kristjánsson. Þriðjungur ljóðanna er þýddur úr rússnesku.