Skírnir - 01.04.1992, Page 242
236
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
óeðlilegt og upphafið við samtalið, sem hefði ekki verið ef viðmælendur
hefðu þúast.
Annað nátengt þessu er þýðing ávarpa. Rússar nota ávörp mun meira
en Islendingar og því getur þýðandinn lent í talsverðum vanda ef hann
vill halda blæ frumtextans án þess að gera þýðinguna of upphafna. Oft
fer betur á því að sleppa hreinlega ávörpum í stað þess að reyna að þýða
þau. I fyrsta kafla skáldsögunnar Glæpur og refsing fer Raskolníkov í
könnunarleiðangur til gömlu konunnar, sem hann hefur í hyggju að
myrða og ávarpar hún hann í sífellu „herra“. Á íslensku hljómar þetta ó-
neitanlega dálítið undarlega, þar sem tónninn hjá þeirri gömlu er langt
frá því að vera undirgefinn. Rússneska orðið sem notað er í málsgrein-
ihni að neðan er batjúshka sem er ofureðlilegt í rússnesku talmáli:
Líklega hefur augnaráð unga mannsins komið henni undarlega fyrir
sjónir, því skyndilega brá fyrir tortryggnisglampa í augum hennar á
ný-
- Raskolnikof stúdent, ég kom til yðar fyrir mánuði, flýtti ungi mað-
urinn sér að tauta og hneigði sig lítið eitt [...].
- Eg man það, herra, ég man vel að þér komuð hingað, sagði gamla
konan skýrmælt og hafði ekki af honum spurul augun. [...]
- Gangið innfyrir, herra minn. (Glæpur og refsing, bls. 8)
Hér kæmi til greina að draga úr hátíðleikanum með því að nota frek-
ar „vinur minn“ eða „góði minn“ eða jafnvel að sleppa ávarpinu alveg.
I öðrum kafla bókarinnar hittast Raskolníkov og Marmeladov í
fyrsta sinn á krá. Marmeladov, sem er drukkinn, ávarpar stúdentinn
unga og kallar hann mílostívyj gosúdar. Þetta ávarp er afskaplega hátíð-
legt og hljómar meira að segja hlægilega í eyrum Rússa. Hér dugir því
greinilega ekki að sleppa því alveg. Ingibjörg þýðir hér með „náðugi
herra“ sem er ágæt lausn, en hefði verið enn betri, ef gamla konan hefði
ekki verið nýbúin að ávarpa Raskolníkov sem „herra“.
I öðru lagi má nefna orðmyndun. í rússnesku eru óvenju mörg sam-
sett orð. Málið er mjög ríkt af forskeytum og viðskeytum sem hafa á-
kveðna merkingu og breyta því merkingu orða sem þau eru skeytt fram-
an eða aftan við. Það er hægt að tjá ótrúlega fjölbreytt blæbrigði með
því að skeyta mismunandi forskeytum framan við eina sögn. Sem dæmi
má nefna sögninna tsjítat = að Iesa, sem getur tekið á annan tug for-
skeyta, og fengið t.d. merkinguna að lesa dálítið = potsjítat, að ljúka við
að lesa = protsjítat eða að fá bók lánaða og skila henni ekki aftur = zat-
sjítat. Sömu forskeytin koma fyrir aftur og aftur og þeim er skeytt fram-
an við hinar ólíkustu sagnir. Þessi möguleiki til orðmyndunar gerir það
að verkum að rússneskir rithöfundar gera margir býsna mikið af því að
mynda nýyrði. Dostojevskíj lætur ekki þar við sitja og býr einnig til ó-