Skírnir - 01.04.1992, Side 243
SKÍRNIR
DOSTOJEVSKÍJ Á MEÐAL VOR
237
venjulegar sagnir úr nafnorðum eins og í eftirfarandi dæmi úr Glæpi og
refsingu:
Príkhodít ona, etta, ko mne poútrú, - govoríl starshíj mladshemú, -
ranym-raneshenko, vsja razodetaja. I tsjto ty, govorjú, peredo mnoj
límonnítsjajesh, tsjego ty peredo mnoj, govorjú, apelsínnítsjajesh?
(Dostojevskíj 1965, bls. 179)24
Hún kom semsagt til mín, þarna um morguninn, sagði sá eldri við
þann yngri. Fyrir allar aldir, uppstríluð. „Hvað ertu að breiða úr
stélinu" - segi ég - „hvað ertu að veifa fjöðrunum framan í mig?“
(Glepur og refsing, bls. 150)
Hér er stíllinn litríkur. Dæmið er úr samtali tveggja verkamanna sem
Raskolníkov heyrir óvart til þegar hann er staddur í námunda við hús
gömlu konunnar sem hann myrti nokkrum dögum fyrr. Dostojevskíj
notar hér orð sem finnast ekki í neinni rússneskri orðabók og þýða orð-
rétt „að sítrónast“ (límonnítsjajesh) og „að appelsínast" (apelsínnítsja-
jesh), en það dugir greinilega ekki að þýða þannig. Ingibjörg leysir vand-
ann ágætlega með tveimur litríkum og hnyttnum orðasamböndum. Stíll-
inn á málsgreininni er óþvingað talmál en samt skrúðmælt. Endurtekn-
ingin á sögninni „að segja“ er sérstaklega einkennandi fyrir frásagnarstíl
lægri stéttanna.
Til samanburðar er þýðing Vilhjálms Þ. Gíslasonar og svo tvær mis-
munandi góðar enskar þýðingar á sama kafla:
Jæja, sérðu nú til, sagði sá eldri, um morguninn kom hún upp til mín,
eldsnemma og uppstrokin. „Af hverju kemurðu svona fín?“ spurði
ég. (Vilhjámur Þ. Gíslason, bls. 201)
„She comes to me in the morning," says the elder to the younger,
„very early, all dressed up. „Why are you preening and prinking?"
says I. (Constance Garnett, bls. 151)
„She comes to me, like, in the morning," the elder of the two was
saying, „ever so early, all dressed up to the nines. „What’s all this?“
says I, „why do you come parading and strutting up and down in
front of me, peacocking about? (Jessie Coulson, bls. 146-47)
24 Hér er vísað til útgáfuárs frumtextanna, sbr. skrá hér að aftan yfir þær útgáfur
sem vísað er í.