Skírnir - 01.04.1992, Page 244
238
ÁSLAUG AGN ARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þýðing Ingibjargar minnir á þýðingu Jessie Coulsons. Þær hafa valið
skemmtileg og viðeigandi orðasambönd hvor í sínu máli sem fela í sér
samlíkingu við fugla.
Annað einkenni rússnesks málfars er mikil notkun smækkunarend-
inga. Smækkunarendingar eru viðskeyti, sem er bætt aftan við nafnorð (-
einnig lýsingarorð og atviksorð, en það er ekki nærri eins algengt), og
gefa þeim aukamerkingu. Oftast merkja þau að viðkomandi hlutur sé lít-
ill, en þau geta líka látið í ljós afstöðu þess sem talar, oftast jákvæða en
stundum neikvæða. Smækkunarending getur þýtt að viðkomandi þyki
vænt um hlutinn, hann sé honum kær, eða þá að það sé ekkert varið í
hann. Dæmi um smækkunarendingu, sem bætir litlu við merkinguna og
er einungis stílbragð er að finna í málsgreininni að ofan. Þar notar
Dostojevskíj orðið ranym-ranjoshenko sem þýðir „fyrir allar aldir“. Hér
hefði verið hlutlausara að nota ranym-rano sem þýðir það sama, nema
hvað smækkunarendingin gefur frásögninni lit. Orð geta bætt við sig
mörgum mismunandi smækkunarendingum, t.d. getur orðið pabbi verið
á rússnesku: papa, papasha, papenka, papashetsjka. papashenka, papas-
hka, papúsja, papúsetsjka, papúsenka, papúsík, papús, papúlja, papúlenka,
papúletsjka, papúltsjík, papúlka, papúlík, papúnja, papúnenka, papún,
papúnka, papka, papotsjka, papúshka, papúshenka, papanja, papanka,
papanetsjka, papanenka, papanjúshka, papantsjík og papístsje.25
Þýðandi sem stendur frammi fyrir því að þýða þessar orðmyndir
lendir vissulega oft í vandræðum, sérstaklega ef þær eru notaðar til skipt-
is í sömu sögu.
Þetta er sérlega áberandi hvað varðar rússnesk skírnarnöfn. Yngsti
sonurinn í Karamazovbrœðrunum er venjulega kallaður Aljosha. Það er
gælunafn fyrir Aleksej. Hann gæti líka hugsanlega verið kallaður
Aleksejtsjík, Aljoshenka, Ljoshenka, Aljoshka, Ljoshka, Aleshetsjka,
Aljokha o.s.frv., allt eftir því hvaða tilfinningar sá sem ávarpar hann ber í
brjósti til hans.
Þýðendur bregðast við þessu á ýmsan hátt. Sumir nota nafnmyndirn-
ar eins og þær koma fyrir í frumtextanum og umrita þær einfaldlega
hverju sinni, þó að þá sé hætt við því að lesendur ruglist hálfpartinn í
ríminu, enda geta þeir ekki þekkt merkingar- eða blæbrigðamuninn sem
felst í sérhverri nafnmynd. Aðrir nota alltaf sömu nafnmyndina, en eiga
þá á hættu að frásögnin verði daufari en ella. Flestir reyna þó að fara
milliveginn og algengt er að notað sé fullt skírnarnafn eða algengasta
gælunafnið, en önnur blæbrigði túlkuð með orðum eins og t.d. kæri,
elsku eða litli.
25 Genevra Gerhart: The Russian’s World, San Diego 1974, bls. 21.