Skírnir - 01.04.1992, Side 245
SKÍRNIR DOSTOJEVSKÍJ Á MEÐAL VOR 239
Á einum stað í Karamazovbrœðrurwm er Karamazov gamli að tala
við Aljosha og segir:
Postoj, postoj, postoj, mílíj, jestsjo odnú rjúmotsjkú. Ja Aljoshú
oskorbíl. Ty ne serdíshsja, Aleksej? Mílíj Aleksejtsjík, ty moj,
Aleksejtsjík! (Dostojevskíj 1970, bls. 150)
Bíddu, bíddu, bíddu, góði minn, eitt smástaup enn. Eg móðgaði
Aljosha. Ertu nokkuð reiður, Aljosha? Elsku litli Alexei minn!
(Karamazovbræðurnir II, bls. 153)
Wait, wait, wait, my boy! Just one more glass. I’ve offended
Alyosha. You’re not cross with me, Alyosha, are you? My darling
Alyosha, dear little Alexey. (David Magarshack I, bls. 156)
Hér koma fram þrjár nafnmyndir í rússneska textanum sem bæði
Ingibjörg og Magarshack þýða á svipaðan hátt. Þau sleppa bæði nafn-
myndinni sem er mest framandi, þ.e. Aleksejtsjík, en nota í staðinn orð
eins og elsku eða litli (í þessu dæmi eru þau reyndar fyrir í frumtextan-
um). Þau velja að nota nafnmyndirnir Aljosha og Aleksej til skiptis,
þannig að fjölbreytnin tapi sér ekki alveg.
Grúshenka, sem er ástkona elsta bróðursins Dmítríj, notar enn eina
nafnmynd:
Vot ob Aljoshetsjke mogú ja dúmat, ja na Aljoshetsjkú gljazhú [. . .].
(Dostojevskíj 1970, bls. 32)
Um Aljosha vil ég hugsa, ég hef hann fyrir augunum [. . .]. (Kara-
mazovbræðurnir II, bls. 35)
I can think of darling Alyosha. Darling Alyosha, I'm looking at him
now. (David Magarshack II, bls. 411)
Svona úir og grúir af mismunandi nafnmyndum í öllum skáldsögum
Dostojevskíjs og erfitt að komast hjá því að lesandinn fari stundum á mis
við tóninn hjá þeim sem talar. í dæminu að ofan er t. d. um það að ræða
að Grúshenka kallar Aljosha gælunafni sem hún er ein um að nota.
Flest ættarnöfnin hjá Dostojevskíj hafa einhverja merkingu og eru
valin vegna hennar. R. M. Davison hefur fært fram rök fyrir því að á-
stæða sé til þess að reyna að þýða nöfnin í stað þess að umrita þau eins
og venjan er.26 Hann bendir á merkingu nafnanna Raskolníkov (raskolot
26 R.M. Davison: „The Transliteration of Surnames in Dostoevsky", Journal of
Russian Studies 30:1975, bls. 28-31.