Skírnir - 01.04.1992, Page 246
240
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
= að kljúfa, rjúfa sundur), Lev Myshkín (lev = ljón, mysh = mús) og
Karamazov (kara = 1) refsing, 2) svartur, og mazat = að mála) og telur að
enskir lesendur fari á mis við þau áhrif sem rússneskir lesendur verða
fyrir þegar þeir berja nöfnin augum aftur og aftur og ekki sé nóg að út-
skýra merkinguna í formála eins og stundum er gert. Enskan er þó
greinilega betur til þess fallin að þýða ættarnöfn heldur en íslenskan.
Hætt er við að sögurnar fengju á sig dálítið fornlegan blæ ef Raskolníkov
yrði Rodíon klofni og Karamazov gamli væri kallaður Sá svarti eða eitt-
hvað álíka. Þó væri ef til vill ekki úr vegi að skýra merkingu nafnanna í
formála.
Stíll Dostojevskíjs er þýðendum erfiður. Hann gerði sér far um að
setja sig inn í málfar unglingspilta jafnt sem dómara, og tungutak persón-
anna verður mjög fjölbreytilegt. I bréfi til útgefanda síns, Ljúbímov, bið-
ur hann um að föður Ferapont í Karamazovbræbrunum verði leyft að
nota dálítið grófa sögn provonjat í stað mildari sagnar propakhnút (en
báðar þýða þær „að lykta illa“), þar sem „það er faðir Ferapont sem segir
þetta og það er útilokað að hann segi það á annan hátt.“27 Þegar Fjodor
Karamazov kemur til fundar við munkinn Zosíma og aðra fjölskyldu-
meðlimi í klaustrinu snemma í sögunni er hann fljótlega farinn að apa
eftir biblíumáli munkanna. Sjálfur sögumaður Karamazovbræðranna tal-
ar með sínum persónulega stíl, og er málfar hans gott dæmi um þetta stíl-
bragð Dostojevskíjs. Það er óvenjulegt og allfrumlegt af Dostojevskíj að
láta þennan sérstæða sögumann segja söguna um Karamazovfjölskyld-
una. Þar með getur hann lýst aðalsöguhetjum sínum á hlutdrægan hátt
án þess að lýsingarnar komi fram sem skoðanir hans sjálfs. T.d. er greini-
legt að sögumanni er illa við Ivan, hann ber virðingu fyrir munkinum
Zosíma og hrifning hans er mest þegar hann lýsir Aljosha. Málfar sögu-
manns er ríkt af erlendum slettum og litríku orðalagi. Stundum er hann
afskaplega hátíðlegur og verður þá hálfhlægilegur, sérstaklega þegar
hann er að lýsa lágkúrulegum glæpum, kjaftasögum og einhverju því sem
valdið hefur hneykslun í smábænum Skotoprígonevsk, þar sem sagan
gerist. Það nægir að taka dæmi úr lýsingu hans á sjálfum Fjodor Kara-
mazov í fyrsta kafla Karamazovbræðranna. Eftirfarandi málsgrein, sem
Ingibjörg þýðir ágætlega, er dæmi um þennan litríka frásagnarstíl sögu-
manns:
Fjodor Pavlovítsj mígom zavjol v dome tselyj garem í samoje zabú-
bennoje pjanstvo, a v antraktakh jezdíl tsjút ne po vsej gúberníí í
sljozno zhalovalsja vsem í kazhdomú na pokínúvshújú ego Adelaídú
Ivanovnú, pritsjom soobstsjal takíje podrobností, kotoryje slíshkom
27 F.M. Dostojevskíj: Písma 4, Moskva 1959, bls. 114.