Skírnir - 01.04.1992, Síða 247
SKÍRNIR
DOSTOJEVSKÍJ Á MEÐAL VOR
241
by stydno bylo soobstsjat súprúgú o svoej bratsjnoj zhízní.
(Dostojevskíj 1970, bls. 11-12)
Fjodor Pavlovítsj var ekki seinn á sér að koma á fót kvennabúri á
heimili sínu og efna til hinna svaðalegustu drykkjuteita, en ferðaðist
þess á milli um sýsluna þvera og endilanga og kveinaði sáran við
hvern sem heyra vildi vegna brotthlaups Adelaídu Ivanovnu, og var
þá ósínkur á nákvæmar lýsingar á hjónalífi sínu, sem eiginmenn ættu
annars að skammast sín fyrir að hafa í flimtingum. (Karamazovbrœð-
urnir I, bls. 17)
í upphafi fyrsta kaflans segir hann ennfremur:
[...] tsjelovek [. . .] íz takíkh, odnako, bestolkovykh, kotoryje ímejút
otlítsjno obdelyvat svoí ímústsjestvennyje delíshkí, í tolko,
kazhetsja, odní etí. (Dostojevskíj 1970, bls. 9)
Hann [. . .] tilheyrði þeim hópi rugludalla sem kunna ágætlega að
fara með fjármál sín en virðast ekki ráða við neitt annað. (Kara-
mazovbrœðurnir I, bls. 15)
Sögumaður nefnir fjármálin ímústsjestvennyje delíshkí og með því að
nota smækkunarendingu, þ.e. delíshkí í stað dela, tekst honum að tjá fyr-
irlitningu sína á þessum viðskiptum sem um er að ræða. Litlu síðar notar
hann tvö litrík orð mozgljak og khapúga um Karamazov sem Ingibjörg
þýðir með orðunum „aumingi“ og „braskari“. Orðin garem (kvennabúr)
og antrakt (millileikur) eru dæmi um erlendar slettur.
Eitt einkenni fagurbókmennta er að oft bregða höfundar fyrir sig
orðaleikjum eða spila á tvíræða merkingu orða. I slíkum tilfellum þarf
þýðandi helst að gæta þess að þessi tvíræðni fari ekki forgörðum.
Dostojevskíj gerir talsvert af því að spila á slíka tvíræðni og yfirleitt tekst
Ingibjörgu að koma henni vel til skila, eins og sést á dæmunum tveimur
hér að neðan. Fyrra dæmið er úr Glcepi og refsingu þar sem hinn aumk-
unarverði og drukkni Marmeladov er að tala um nauðsyn þess að sér-
hver maður hafi einhvern sem hann geti leitað til. Honum verður þá á að
nefna í sama mund sig og dóttur sína sem er vændiskona (er skráð sem
slík og gengur með „gula passann“ eða leyfisbréfið frá lögreglunni) og
samsamar sig henni þar með óafvitandi:
Ved nadobno zhe, tsjtoby vsjakomú tsjelovekú khot kúda-níbúd
mozhno bylo pojtí. íbo byvaet takoje vremja, kogda nepremenno
nado khot kúda-níbúd da pojtí! Kogda edínorodnaja dotsj moja v
pervyj raz po zholtomú bíletú poshla, í ja tozhe togda poshol . . .
(Dostojevskíj 1965, bls. 26)