Skírnir - 01.04.1992, Síða 248
242
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Sérhver maður þyrfti þó að hafa einhvern sem hann gæti leitað til.
Það kemur nefnilega fyrir að maður þarf nauðsynlega að leita til ein-
hvers! Þegar einkadóttir mín fór út með gula passann í fyrsta sinn, þá
fór ég líka ... (Glæpur og refsing, bls. 15)
I þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar, sem er allfrjálsleg, fer þessi tví-
ræðni fyrir ofan garð og neðan. Það má vera að ástæðunnar sé að leita í
dönsku þýðingunni. Skilningur lesandans á kaflanum verður reyndar allt
annar, þ.e. að Marmeladov hafi farið að heiman einmitt vegna þess að
dóttir hans var orðin vændiskona:
Reyndar ætti hver manneskja að eiga einhvern vísan stað. Þær stund-
ir koma, að maður verður að vita það afdráttarlaust hvert maður á að
fara. Þegar einkadóttir min kom í fyrsta skipti heim með gula brjefið,
þá fór ég líka [.. .]. (Vilhjálmur Þ. Gíslason, bls. 16)
Annað dæmi um orðaleik hjá Dostojevskíj er að finna í Fávitanum.
Furstinn og Aglaja eru að tefla. Furstinn stendur sig ákaflega illa, Aglaja
sigrar hann, stríðir honum og hlær og stingur svo upp á að þau spili asna.
En þá snerust málin við; furstinn spilaði asna af mestu snilld, [. . .]
einsog prófessor; meistaralega vel; Aglaja var farin að svindla og
skipta um spil og stela úr stokknum fyrir augunum á honum en ekk-
ert dugði, hann gerði hana alltaf að asna, einum fimm sinnum í röð.
(Fávitinn II, bls. 219)
Af öllu þessu má því ljóst vera að þýðingar Ingibjargar á skáldsög-
um Dostojevskíjs eru með ágætum. Það vandasama verk hefur hún innt
af hendi með miklum sóma. Henni tekst í megindráttum að varðveita
þann anda sem ríkir í frumtextanum og um leið að skrifa gott og eðlilegt
íslenskt mál. Ingibjörg hefur greinilega kappkostað að vera frumtextan-
um trú. Hún víkur sjaldan frá honum og þá yfirleitt einungis þegar sá
munur sem er á rússnesku og íslensku krefst þess.
I lokin er þó tvennt sem ég vil minnast á. Ingibjörg vinnur brautryðj-
andastarf með þýðingum sínum á Dostojevskíj og ekki síður með þýð-
ingunum á Búlgakov, en því verður ekki haldið fram að mikið hafi verið
um þá fjallað hérlendis.28 Þegar svona mikil og vönduð vinna er lögð í að
28 Árni Bergmann hefur að vísu skrifað formála að Meistaranum og Margarítu,
og ágætar greinar um Dostojevskíj: „Glæpur og refsing Dostoévskís“, Tíma-
rit Máls og menningar 1985, bls. 79-95 og „Reyfarahöfundurinn Dostojevskí",
Tímarit Máls og menningar 1987, bls. 158-165.