Skírnir - 01.04.1992, Page 256
250
FREGNIR AF BÓKUM
SKÍRNIR
síður en svo lokað bókmenntirnar inni í einhvers konar fílabeinsturni
merkingarlausrar formhyggju. Þvert á móti sýna ritgerðirnar tíu hver á
sinn hátt hvernig unnt er að öðlast nýja og betri vitneskju um tengsl
bókmenntatextans við mannlífið með því að reyna að komast til botns í
hinu margflókna eðli hans.
Ritgerðirnar spanna vítt svið. Bandaríska skáldið T.S. Eliot skrifar
um tengsl einstaklings, hefðar og bókmenntaverks. Franski mannfræð-
ingurinn Claude Lévi-Strauss fjallar um goðsagnir sem tegund tungu-
máls og möguleikann á því að ráða í þá merkingu sem býr undir þeim.
Rússnesk-bandaríski málvísindamaðurinn Roman Jakobson skoðar tvær
tegundir merkingarmyndunar í tungumálinu. Fransk-búlgarski bók-
menntafræðingurinn og sálkönnuðurinn Julia Kristeva fjallar um þá
samræðu sem á sér stað í framsæknum skáldsögum og grefur undan
hefðbundinni orðræðu samfélagsins. Franski heimspekingurinn Jacques
Derrida gagnrýnir ýmsar af grundvallarhugmyndum formgerðarstefn-
unnar, einkum þá hugmynd að öll merkingarmyndun byggi á kerfi and-
stæðna og sýnir fram á nauðsyn leiksins til að unnt sé að skilja hvað er á
seyði í bókmenntum og annarri orðræðu. Italski táknfræðingurinn
Umberto Eco fjallar um form skáldskapar og merkingarmyndun en
franski bókmennta- og táknfræðingurinn Roland Barthes ræðst í tveim-
ur ritgerðum að tveimur helstu hugtökum hefðbundinnar bókmennta-
umræðu, höfundinum og verkinu.
Garðar Baldvinsson bókmenntafræðingur hefur ritað formála þar
sem hann rekur efni greinanna og sýnir fram á innbyrðis samhengi
þeirra. Þýðingarnar eru liprar og læsilegar og greinilegt er að vandað hef-
ur verið til þeirra.
Torfi H. Tulinius
Grikkland ár og síð. Ritstjórar Sigurður A. Magnússon, Kristján Árna-
son, Þorsteinn Þorsteinsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Hið
íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1991.
I bók þessari, sem út er gefin að tilhlutan Grikklandsvinafélagsins Hellas
og helguð tveggja alda minningu Sveinbjarnar Egilssonar, eru 26
ritsmíðar eftir 22 höfunda, auk íslenskra þýðinga á fjórtán forngrískum
kvæðum og tólf ljóðum frá þessari öld. Þetta er vegleg bók, 438 síður í
stóru broti, prýdd fjölda mynda. í henni eru gagnleg kort og annað ítar-
efni, t.d. tímatal (en hinsvegar engin nafnaskrá).
Sigurður A. Magnússon ritar inngang þar sem hann drepur á braut-
ryðjandastarf Forn-Grikkja á hinum ýmsu menningarsviðum. Sigurður á
einnig grein um gríska harmleikinn. Eðlilegt er að mikið sé um gríska
leikritun fjallað í riti sem þessu; Sveinn Einarsson veltir fyrir sér flókinni