Skírnir - 01.04.1992, Page 257
SKÍRNIR
FREGNIR AF BÓKUM
251
sögu grískrar leiklistar og segir frá íslenskri sviðsetningu grískra verka.
Þorsteinn Gunnarsson greinir frá hönnun leikhússins í Delfí, sem hann
hefur sjálfur kannað ítarlega.
Kristján Árnason fjallar um það hvernig Sveinbjörn Egilsson braut
blað í sögu grískra mennta á Islandi og rekur hlut þeirra í menningarlífi
okkar fram á þessa öld. Aðra grein birtir hann um forngríska ljóðlist.
Eitt forngrísku kvæðanna er svo í þýðingu Kristjáns en flest eru þau í
þýðingum Helga Hálfdanarsonar, Sveinbjarnar Egilssonar, Gríms Thom-
sens og Steingríms Thorsteinssonar.
Þorsteinn Þorsteinsson fjallar um íslensk og alþjóðleg orð af grískum
uppruna og birtir allmikla skýringarlista yfir mikilvæg nöfn og hugtök. í
annarri grein, „Um grískar nútímabókmenntir", fjallar Þorsteinn um
glímu Grikkja við tungumál sitt á seinni öldum og greinir sérstaklega frá
fimm skáldum. Þorsteinn þýðir fimm ljóð eftir Konstantínos Kavafís,
Sigurður A. Magnússon þýðir nokkur ljóð eftir Gíorgos Seferis,
Odysseas Elýtis og Jannis Ritsos, og Geir Kristjánsson jafnframt tvö ljóð
eftir Seferis.
Forngrísk heimspeki lagði að sjálfsögðu grundvöll að ýmsum megin-
þáttum vestrænnar hugsunar. Eyjólfur Kjalar Emilsson og bandarískur
samstarfsmaður hans, Patricia Kenig Curd, fjalla um frumherja grískrar
heimspeki, þ.e. forgöngumenn Platons og Aristótelesar, og Eyjólfur
þýðir brot sem varðveist hafa úr verkum þeirra. Vilhjálmur Árnason rit-
ar grein um forngríska siðfræði; þar beinir hann m.a. sjónum að Platoni
og þó einkum Aristótelesi, en frekari umfjöllun fá þessir heimspekirisar
ekki í bókinni og kann sumum að þykja lítið að gert. (Þar sem Hið
íslenska bókmenntafélag á í hlut má þó taka fram að það hefur á liðnum
árum gefið út þýðingar á fjórum verkum eftir Platon og tveimur eftir
Aristóteles - og það þriðja mun væntanlegt.) Platon kemur raunar lítil-
lega við sögu í hugvekju Sigurbjörns Einarssonar um hlutskipti kvenna í
Aþenu. Andstætt Platoni er Sigurbjörn ekki sáttur við að láta Xanþippu
konu Sókratesar og aþenskar stallsystur hennar hverfa í skugga karlanna.
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar grein sem nefnist „Grísk
sagnaritun frá Hekatosi til Pólýbíosar". Hrafnhildur Schram fjallar um
forngríska myndlist, einkum um höggmyndalist á blómaskeiði Aþenu,
en Þóra Kristjánsdóttir um gríska guði sem verða á vegi almennings í
Reykjavík, mótaðir í eir eða marmara. Þorkell Sigurbjörnsson veitir í
grein sinni yfirlit yfir gríska tónlist frá öndverðu og fram á okkar daga.
Og ekki eru raunvísindin vanrækt heldur. Þór Jakobsson skrifar yfir-
litsgrein um náttúruvísindi Forngrikkja. Guðmundur Arnlaugsson gerir
grein fyrir meginþáttum forngrísku stærðfræðinnar og Þórarinn Guðna-
son skrifar (fullstuttan) pistil um Hippókrates og læknisfræðina.
Á annarri öld fyrir Krist líður stórveldi Grikkja undir lok og öldum
saman eftir það er Grikkland hluti af öðrum stórveldum, fyrst Róma-
veldi og síðan Býsansríki, sem Ragnar Sigurðsson sagnfræðingur skrifar